Halló, tómatsósa! Brynhildur Björnsdóttir skrifar 3. júní 2011 09:00 Einu sinni voru tveir tómatar að labba yfir götu. Þá kom bíll og keyrði á annan þeirra. Þá sagði hinn: „Halló, tómatsósa!“ Margir kannast eflaust við þennan brandara. Líklegast er að barn hafi sagt þeim hann, sennilega barn undir átta ára aldri. Og sennilega þótti barninu brandarinn svo óbærilega fyndinn að það átti erfitt með að koma honum út úr sér fyrir hlátri. Þessi brandari er merkilegur fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess hvernig hann hefur breyst í munnlegri geymd. Upphaflega er brandarinn á enskri tungu og hljóðar svo: „Two tomatoes were crossing the street when one got hit by a car. Then the other one said: Catch up!“ Grínið snýst um orðaleik, orðasambandið „catch up“ eða „drífðu þig“ hljómar eins og „ketchup“, enska orðið yfir tómatsósu. Þarna beitti eftirlifandi tómatur hljóðlíkingu sem ber í sér tvöfalda merkingu, hann segir hinum að drífa sig en bendir jafnframt á ástand hans eftir að bíllinn keyrir á hann. Á íslensku tapast orðaleikurinn í tvöfaldri merkingu orðsins catch up/ketchup og eftir stendur sá einfaldi sannleikur að þegar keyrt er á tómat er líklegast að hann verði að klessu, sem er einmitt það sem tómatsósa er: tómatur í klessu. Sem er fyndið í sjálfu sér, forgengileiki hlutanna getur verið pínulítið fyndinn og umbreyting er líka fyndin, úr matvöru sem gengur yfir götu yfir í aðra matvöru sem er gagnleg á annan hátt. Þá er ótalið grínið sem felst í því að sjá fyrir sér lifandi og talandi tómata. Annar brandari sem er af svipuðum toga og vinsæll hjá sama aldurshópi er brandarinn um appelsínurnar tvær sem eru að ganga niðri á höfn. Önnur dettur í sjóinn og hin segir: „Fljót, skerðu þig í báta!“ Þarna snýst orðaleikurinn um báta til að sigla og appelsínubáta, sem heita svo af því að hægt er að skera appelsínu þannig að hlutarnir séu eins og bátar. Þessi brandari myndi sennilega ekki þýðast vel á tungumál þar sem skornar appelsínur heita eitthvað allt annað. Samt er dálítið erfitt að greina nákvæmlega hvað er fyndið. Um daginn sagði tveggja ára dóttir mín ömmu sinni brandarann: „Einu sinni var bíll sem keyrði á tómatsósu!“ Og svo veltist hún um af hlátri þrátt fyrir að allt það sem geri brandarann um tómatana tvo fyndinn hafi týnst í þessari útgáfu. Og allir hlógu með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Einu sinni voru tveir tómatar að labba yfir götu. Þá kom bíll og keyrði á annan þeirra. Þá sagði hinn: „Halló, tómatsósa!“ Margir kannast eflaust við þennan brandara. Líklegast er að barn hafi sagt þeim hann, sennilega barn undir átta ára aldri. Og sennilega þótti barninu brandarinn svo óbærilega fyndinn að það átti erfitt með að koma honum út úr sér fyrir hlátri. Þessi brandari er merkilegur fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess hvernig hann hefur breyst í munnlegri geymd. Upphaflega er brandarinn á enskri tungu og hljóðar svo: „Two tomatoes were crossing the street when one got hit by a car. Then the other one said: Catch up!“ Grínið snýst um orðaleik, orðasambandið „catch up“ eða „drífðu þig“ hljómar eins og „ketchup“, enska orðið yfir tómatsósu. Þarna beitti eftirlifandi tómatur hljóðlíkingu sem ber í sér tvöfalda merkingu, hann segir hinum að drífa sig en bendir jafnframt á ástand hans eftir að bíllinn keyrir á hann. Á íslensku tapast orðaleikurinn í tvöfaldri merkingu orðsins catch up/ketchup og eftir stendur sá einfaldi sannleikur að þegar keyrt er á tómat er líklegast að hann verði að klessu, sem er einmitt það sem tómatsósa er: tómatur í klessu. Sem er fyndið í sjálfu sér, forgengileiki hlutanna getur verið pínulítið fyndinn og umbreyting er líka fyndin, úr matvöru sem gengur yfir götu yfir í aðra matvöru sem er gagnleg á annan hátt. Þá er ótalið grínið sem felst í því að sjá fyrir sér lifandi og talandi tómata. Annar brandari sem er af svipuðum toga og vinsæll hjá sama aldurshópi er brandarinn um appelsínurnar tvær sem eru að ganga niðri á höfn. Önnur dettur í sjóinn og hin segir: „Fljót, skerðu þig í báta!“ Þarna snýst orðaleikurinn um báta til að sigla og appelsínubáta, sem heita svo af því að hægt er að skera appelsínu þannig að hlutarnir séu eins og bátar. Þessi brandari myndi sennilega ekki þýðast vel á tungumál þar sem skornar appelsínur heita eitthvað allt annað. Samt er dálítið erfitt að greina nákvæmlega hvað er fyndið. Um daginn sagði tveggja ára dóttir mín ömmu sinni brandarann: „Einu sinni var bíll sem keyrði á tómatsósu!“ Og svo veltist hún um af hlátri þrátt fyrir að allt það sem geri brandarann um tómatana tvo fyndinn hafi týnst í þessari útgáfu. Og allir hlógu með.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun