Búnir að hugsa um Barcelona í tvær vikur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. maí 2011 08:00 Ólafur hefur átt ótrúlega farsælan feril og getur bætt enn einni rósinni í hnappagat sitt um helgina. Nordic Photos / Bongarts Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fer fram í Köln um helgina. Í undanúrslitum mætast Ciudad Real og Hamburg annars vegar og Barcelona og Rhein-Neckar Löwen hins vegar. Undanúrslitin fara fram í dag og úrslitaleikurinn á morgun. Guðmundur Guðmundsson stýrir liði Löwen og með því leika Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson. Ólafur er ekki ókunnugur þessum úrslitahelgum enda hefur hann fjórum sinnum unnið Meistaradeildina með Ciudad Real og Magdeburg. Hann getur því náð þeim einstaka árangri um helgina að vinna eftirsóttasta bikar í Evrópu í fimmta sinn. „Það blundar í undirmeðvitundinni að geta unnið fimmta titilinn," sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær en Löwen hefur verið í Köln síðan á fimmtudag að undirbúa sig fyrir helgina. „Við erum kannski ekki sigurstranglegasta liðið af þessum fjórum liðum. Við eigum samt góða möguleika miðað við hvernig við getum spilað á köflum," sagði Ólafur en Löwen mætti Barcelona í tvígang í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikinn ytra vann Löwen en það var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Guðmundar. Síðari leiknum lyktaði með jafntefli. „Að hafa unnið leikinn úti gefur okkur svolítið sjálfstraust. Við erum búnir að æfa í hálfan mánuð eingöngu með Barcelona í huga. Það kostaði okkur reyndar tap gegn Gummersbach í vikunni en það átti að vera generalprufa fyrir helgina. Það var betra að það klúðraðist frekar en stóra sýningin," sagði Ólafur léttur. Ólafur hefur oftar en ekki farið á kostum í stóru leikjunum með félagsliðum sínum og tryggði hann Ciudad Real titilinn nánast upp á sitt einsdæmi fyrir nokkrum árum. „Ég vona að ég nái að stíga upp. Það er samt svolítið öðruvísi með þessu liði því stundum þegar ég fer að skjóta þá fara aðrir að draga sig til baka og gera vitleysur. Ég þarf því að finna línuna hjá mér með þessu liði um helgina. Takmarkið er samt að fara alla leið og ég mun gera allt sem þarf til þess," sagði hinn 37 ára gamli Ólafur sem segir skrokkinn vera í góðu standi eftir langt tímabil. „Skrokkurinn er fínn. Það er samt hausinn sem skiptir miklu máli og ég reyni að hafa hann í góðu lagi," sagði Ólafur og bætti við að hausinn væri þess utan enn í Þýskalandi þó svo hann sé búinn að semja við AG Köbenhavn í Danmörku og hafi verið kynntur fyrir stuðningsmönnum félagsins um síðustu helgi. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Sjá meira
Úrslitahelgi Meistaradeildarinnar fer fram í Köln um helgina. Í undanúrslitum mætast Ciudad Real og Hamburg annars vegar og Barcelona og Rhein-Neckar Löwen hins vegar. Undanúrslitin fara fram í dag og úrslitaleikurinn á morgun. Guðmundur Guðmundsson stýrir liði Löwen og með því leika Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson. Ólafur er ekki ókunnugur þessum úrslitahelgum enda hefur hann fjórum sinnum unnið Meistaradeildina með Ciudad Real og Magdeburg. Hann getur því náð þeim einstaka árangri um helgina að vinna eftirsóttasta bikar í Evrópu í fimmta sinn. „Það blundar í undirmeðvitundinni að geta unnið fimmta titilinn," sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær en Löwen hefur verið í Köln síðan á fimmtudag að undirbúa sig fyrir helgina. „Við erum kannski ekki sigurstranglegasta liðið af þessum fjórum liðum. Við eigum samt góða möguleika miðað við hvernig við getum spilað á köflum," sagði Ólafur en Löwen mætti Barcelona í tvígang í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikinn ytra vann Löwen en það var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Guðmundar. Síðari leiknum lyktaði með jafntefli. „Að hafa unnið leikinn úti gefur okkur svolítið sjálfstraust. Við erum búnir að æfa í hálfan mánuð eingöngu með Barcelona í huga. Það kostaði okkur reyndar tap gegn Gummersbach í vikunni en það átti að vera generalprufa fyrir helgina. Það var betra að það klúðraðist frekar en stóra sýningin," sagði Ólafur léttur. Ólafur hefur oftar en ekki farið á kostum í stóru leikjunum með félagsliðum sínum og tryggði hann Ciudad Real titilinn nánast upp á sitt einsdæmi fyrir nokkrum árum. „Ég vona að ég nái að stíga upp. Það er samt svolítið öðruvísi með þessu liði því stundum þegar ég fer að skjóta þá fara aðrir að draga sig til baka og gera vitleysur. Ég þarf því að finna línuna hjá mér með þessu liði um helgina. Takmarkið er samt að fara alla leið og ég mun gera allt sem þarf til þess," sagði hinn 37 ára gamli Ólafur sem segir skrokkinn vera í góðu standi eftir langt tímabil. „Skrokkurinn er fínn. Það er samt hausinn sem skiptir miklu máli og ég reyni að hafa hann í góðu lagi," sagði Ólafur og bætti við að hausinn væri þess utan enn í Þýskalandi þó svo hann sé búinn að semja við AG Köbenhavn í Danmörku og hafi verið kynntur fyrir stuðningsmönnum félagsins um síðustu helgi.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Sjá meira