Kúrinn Brynhildur Björnsdóttir skrifar 6. maí 2011 06:00 Ég var alveg að verða tólf ára þegar ég fór í minn fyrsta megrunarkúr. Það var Scarsdale-kúrinn, sem gaf loforðið „sjö kíló á fjórtán dögum án sultar eða þrenginga“. Utan á bókinni var mynd af konu á göngu í garði sem henti epli í ruslafötu sem stóð við hliðina á bekk þar sem risastór maður sat og borðaði hamborgara. Mjög hvetjandi. „Epli- jógúrt-jógúrt-epli“ var næstur á dagskrá, fimm daga kúr þar sem epli og jógúrt skiptust á að gleðja og seðja þó að hvorttveggja dvínaði eftir því sem leið á vikuna og kílóin sem fóru kæmu aftur innan skamms. Súpukúrinn samanstóð af grænmetissúpu sem mátti borða ótakmarkað, því hún „étur mann á móti“, sem þýðir að það fara fleiri hitaeiningar í að brenna grænmetinu en koma úr súpunni. Mest lítið annað var hins vegar á boðstólum og súpan góða varð ansi þreytandi til lengdar. Sítrónusafakúrinn: torkennilegt töfralyf í brúsa sem blandað var út í heitt vatn og svo mátti drekka þetta allan daginn. Átti að hreinsa líkamann sundur og saman og gera út af við allar óheilbrigðar langanir. Ég fékk bara í magann. Grape-slim kúrinn: töflur unnar úr greipaldini sem Joan Collins mælti ákaft með. Töflurnar áttu að draga úr matarlyst, ef ekki bara hindra hana alveg, og grenna neytandann í kjölfarið. Ógeðslega vondar og kölluðu á eitthvað sætt til að ná bragðinu úr munninum. South Beach kúrinn: tvær vikur á mjög ströngu kolvetnalausu fæði en síðan mátti smám saman bæta góðum og grófum kolvetnum við. Gekk ágætlega til jóla. Dr. Gillian: reyndi að fara eftir ráðleggingum hennar en komst að því að það tæki allan daginn og svo var ég ekki alveg til í þær persónulegu rannsóknir á úrgangi sem hún mælir svo eindregið með. Herbalife: tveir hressilegir hristingar á dag og svo kvöldmatur gekk ljómandi vel í fjóra mánuði. Græna brennsluteið virkaði reyndar eins og ég ímynda mér að amfetamín myndi virka á mig og þegar ég var hætt að sofa og hélt að kettirnir væru geimverur var sá draumur búinn. Zone: danski, mjólk og bananar, hætta-klukkan-átta, kolvetnakúrinn, kolvetnalausi kúrinn, New York kúrinn, Hollywood-kúrinn, Cambridge-kúrinn, Atkins-kúrinn, LR kúrinn, 13 daga kúrinn, kúrkúrinn... Í dag er megrunarlausi dagurinn sem fagnar heilbrigði, ekki hitaeiningum. Lifið og njótið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun
Ég var alveg að verða tólf ára þegar ég fór í minn fyrsta megrunarkúr. Það var Scarsdale-kúrinn, sem gaf loforðið „sjö kíló á fjórtán dögum án sultar eða þrenginga“. Utan á bókinni var mynd af konu á göngu í garði sem henti epli í ruslafötu sem stóð við hliðina á bekk þar sem risastór maður sat og borðaði hamborgara. Mjög hvetjandi. „Epli- jógúrt-jógúrt-epli“ var næstur á dagskrá, fimm daga kúr þar sem epli og jógúrt skiptust á að gleðja og seðja þó að hvorttveggja dvínaði eftir því sem leið á vikuna og kílóin sem fóru kæmu aftur innan skamms. Súpukúrinn samanstóð af grænmetissúpu sem mátti borða ótakmarkað, því hún „étur mann á móti“, sem þýðir að það fara fleiri hitaeiningar í að brenna grænmetinu en koma úr súpunni. Mest lítið annað var hins vegar á boðstólum og súpan góða varð ansi þreytandi til lengdar. Sítrónusafakúrinn: torkennilegt töfralyf í brúsa sem blandað var út í heitt vatn og svo mátti drekka þetta allan daginn. Átti að hreinsa líkamann sundur og saman og gera út af við allar óheilbrigðar langanir. Ég fékk bara í magann. Grape-slim kúrinn: töflur unnar úr greipaldini sem Joan Collins mælti ákaft með. Töflurnar áttu að draga úr matarlyst, ef ekki bara hindra hana alveg, og grenna neytandann í kjölfarið. Ógeðslega vondar og kölluðu á eitthvað sætt til að ná bragðinu úr munninum. South Beach kúrinn: tvær vikur á mjög ströngu kolvetnalausu fæði en síðan mátti smám saman bæta góðum og grófum kolvetnum við. Gekk ágætlega til jóla. Dr. Gillian: reyndi að fara eftir ráðleggingum hennar en komst að því að það tæki allan daginn og svo var ég ekki alveg til í þær persónulegu rannsóknir á úrgangi sem hún mælir svo eindregið með. Herbalife: tveir hressilegir hristingar á dag og svo kvöldmatur gekk ljómandi vel í fjóra mánuði. Græna brennsluteið virkaði reyndar eins og ég ímynda mér að amfetamín myndi virka á mig og þegar ég var hætt að sofa og hélt að kettirnir væru geimverur var sá draumur búinn. Zone: danski, mjólk og bananar, hætta-klukkan-átta, kolvetnakúrinn, kolvetnalausi kúrinn, New York kúrinn, Hollywood-kúrinn, Cambridge-kúrinn, Atkins-kúrinn, LR kúrinn, 13 daga kúrinn, kúrkúrinn... Í dag er megrunarlausi dagurinn sem fagnar heilbrigði, ekki hitaeiningum. Lifið og njótið!
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun