Handbolti

Guðmundur: Var bara áhorfandi í fyrra en nú er ég mættur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen.
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, mætir með lið sitt í Lanxess Arena í Köln í dag þar sem Löwen mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

„Þetta er stærsta sviðið í handboltanum. Ég var bara áhorfandi í fyrra en nú er ég mjög ánægður með að vera mættur hingað með Löwen-liðið," sagði Guðmundur í viðtalið við heimasíðu Rhein-Neckar Löwen.

„Þeir eru sigurstranglegra liðið eftir frammistöðu sína á móti Kiel á dögunum en okkur líður vel í hlutverki litla liðsins," sagði Guðmundur en þetta er í þriðja sinn sem þessi lið mætast í Meistaradeildinni í vetur en Rhein-Neckar Löwen vann 31-30 sigur í Barcelona og liðin gerðu síðan 38-38 jafntefli í Þýskalandi.

„Ég vona að við græðum á því að hafa þegar spilað tvisvar við þá á tímabilinu því við höfum skoðað mistök okkur í þessum leikjum og höfum reynt að læra af þeim. Barcelona mun örugglega reyna að gera það líka," sagði Guðmundur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×