Hreinasta vatnið, skítugustu kynfærin Sigga Dögg skrifar 29. apríl 2011 14:45 Undirrituð er nú í smokkaherferð sem herjar á landann. Herferðin er endurvakning á sambærilegri herferð sem fór af stað fyrir 25 árum og náði ágætis árangri samkvæmt Landlækni. Hér erum við öllum þessum árum seinna og þurfum enn sérstaka herferð fyrir smokkanotkun. Staðreyndin er sú að í samanburði við nágrannaþjóðir trónum við á toppnum hvað varðar ótímabærar þunganir, fjölda bólfélaga og grasserandi kynsjúkdóma. Sama hvað líður og bíður virðist hugsunarhátturinn „ég sef ekki hjá sóðum“ lifa góðu lífi. Við spörum smokkanotkun fyrir „útlendinga“ ef við þá leggjumst svo lágt. Ég skrifaði pistil fyrir fimm árum um smokkanotkun mína þar sem ég var staðin að því í góðra vinkvenna hópi að ganga með smokka í veskinu. Ég var litin rannsakandi hornauga og spurð hver útlendingurinn væri því auðvitað væri ég á pillunni og hefði tæpast þörf fyrir slíkt gúmmí. Þessi hugsunarháttur er einmitt vandamálið. Hindrun á getnaði varð æðsta markmið hverrar konu eftir stríðsárin því enginn vildi verða einstæð móðir með hálf-erlendan bastarð. Það er þetta gervitraust sem við sýnum kynlífsfélaganum okkar, rétt eins og við það að fara í sleik höfum við framkvæmt heilsufarsskoðun og getum fullvissað okkur um að viðkomandi, og við sjálf, séum sjúkdómafrí. Við skýlum okkur á bak við pilluna sem hina æðstu vörn því fæstir karlmenn gera kröfu um að fá að sjá hálftómt pilluspjaldið. Getnaðarvarnir eru þar með gerðar að ábyrgð kvenna en aðeins að því leyti að hindra getnað, því það er það eina sem pillan gerir. Staðreyndin er sú að við erum kærulaus og neitum að axla ábyrgð á eigin kynfærum og kynlífshegðun. Við rekumst utan í hvort annað sauðdrukkin á skemmtistað, tökum leigubíl heim til þess sem er ódýrast, þreifum fyrir okkur í myrkrinu og stundum svo óvarið kynlíf ofan á hálfétnum Hlöllabát. Daginn eftir er Hlöllabáturinn sveittur og ógeðslegur og kynfæri þín í ævintýralandi sæðis og sýkla. Þrátt fyrir hugsjónir um að sigra heiminn í svokallaðri útrás erum við enn litla eyjan sem glímir við smáborgaraháttinn að telja sig þekkja alla þá einstaklinga sem við stundum kynlíf með það vel að við getum sleppt verjum. Það má vel vera að við séum fallegustu víkingarnir sem drekka hreinasta vatnið en við erum með skítugustu kynfærin. Hættu þessu væli, skelltu á þig smokknum og farðu og fullnægðu þér og öðrum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun
Undirrituð er nú í smokkaherferð sem herjar á landann. Herferðin er endurvakning á sambærilegri herferð sem fór af stað fyrir 25 árum og náði ágætis árangri samkvæmt Landlækni. Hér erum við öllum þessum árum seinna og þurfum enn sérstaka herferð fyrir smokkanotkun. Staðreyndin er sú að í samanburði við nágrannaþjóðir trónum við á toppnum hvað varðar ótímabærar þunganir, fjölda bólfélaga og grasserandi kynsjúkdóma. Sama hvað líður og bíður virðist hugsunarhátturinn „ég sef ekki hjá sóðum“ lifa góðu lífi. Við spörum smokkanotkun fyrir „útlendinga“ ef við þá leggjumst svo lágt. Ég skrifaði pistil fyrir fimm árum um smokkanotkun mína þar sem ég var staðin að því í góðra vinkvenna hópi að ganga með smokka í veskinu. Ég var litin rannsakandi hornauga og spurð hver útlendingurinn væri því auðvitað væri ég á pillunni og hefði tæpast þörf fyrir slíkt gúmmí. Þessi hugsunarháttur er einmitt vandamálið. Hindrun á getnaði varð æðsta markmið hverrar konu eftir stríðsárin því enginn vildi verða einstæð móðir með hálf-erlendan bastarð. Það er þetta gervitraust sem við sýnum kynlífsfélaganum okkar, rétt eins og við það að fara í sleik höfum við framkvæmt heilsufarsskoðun og getum fullvissað okkur um að viðkomandi, og við sjálf, séum sjúkdómafrí. Við skýlum okkur á bak við pilluna sem hina æðstu vörn því fæstir karlmenn gera kröfu um að fá að sjá hálftómt pilluspjaldið. Getnaðarvarnir eru þar með gerðar að ábyrgð kvenna en aðeins að því leyti að hindra getnað, því það er það eina sem pillan gerir. Staðreyndin er sú að við erum kærulaus og neitum að axla ábyrgð á eigin kynfærum og kynlífshegðun. Við rekumst utan í hvort annað sauðdrukkin á skemmtistað, tökum leigubíl heim til þess sem er ódýrast, þreifum fyrir okkur í myrkrinu og stundum svo óvarið kynlíf ofan á hálfétnum Hlöllabát. Daginn eftir er Hlöllabáturinn sveittur og ógeðslegur og kynfæri þín í ævintýralandi sæðis og sýkla. Þrátt fyrir hugsjónir um að sigra heiminn í svokallaðri útrás erum við enn litla eyjan sem glímir við smáborgaraháttinn að telja sig þekkja alla þá einstaklinga sem við stundum kynlíf með það vel að við getum sleppt verjum. Það má vel vera að við séum fallegustu víkingarnir sem drekka hreinasta vatnið en við erum með skítugustu kynfærin. Hættu þessu væli, skelltu á þig smokknum og farðu og fullnægðu þér og öðrum!
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun