Viðskipti innlent

Nýherji og Microsoft gera nýjan samning

Nýherji hefur gert Partner Advantage samning við Microsoft sem veitir félaginu aukinn aðgang að sérfræðiþjónustu Microsoft við rekstur og viðhald tölvukerfa.

Í tilkynningu segir að markmiðið með Microsoft Partner Advantage samningum felst í að efla þekkingu Nýherja á Microsoft lausnum og auka enn frekar þjónustugæði í innleiðingum og verkefnum fyrir viðskiptavini sína.

Samningurinn veitir einnig viðskiptavinum Nýherja aðgang að heilbrigðis-og áhættumatsgreiningum á hugbúnaði frá Microsoft.

"Microsoft Partner Advantage veitir viðskiptavinum Nýherja enn betri þjónustu og tækifæri til að vinna náið með fremstu sérfræðingum Microsoft," segir Þorvaldur Jacobsen framkvæmdastjóri Rekstrarlausna Nýherja.

Nýherji hefur verið Microsoft Gold Partner til margra ára og hefur um 40 vottaða sérfræðinga í Microsoft lausnum á sínum snærum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×