Viðskipti innlent

Félag skuldar 47 milljarða króna og á ekki einu sinni blýant

Höfuðstöðvar Baugs Group áður en félagið fór þrot voru við Túngötu 6 í Reykjavík. Styrkur Invest var dótturfélag Baugs.
Höfuðstöðvar Baugs Group áður en félagið fór þrot voru við Túngötu 6 í Reykjavík. Styrkur Invest var dótturfélag Baugs.
„Það voru afar einkennilegir samningar um kaup á framvirkum samningum við Glitni þegar Glitnir var hruninn," segir Magnús Guðlaugsson, skiptastjóri Styrks Invest um ástæður þess að hann vísaði málefnum félagsins til sérstaks saksóknara til rannsóknar.

„Ég reikna nú ekki með að þú hafir viljað kaupa hlutabréf í Glitni á margöldu nafnverði þegar lá fyrir samkomulag um að ríkið tæki bankinn yfir," segir Magnús.

Magnús segir að samningarnir hafi verið dagsettir eftir 29. september, en þann dag var Glitnir banki þjóðnýttur í Seðlabankanum. Þau áform runnu út í sandinn eftir setningu neyðarlaganna.

Magnús segir að ýmsilegt fleira veki grunsemdir í rekstri Styrks Invest, en félagið, sem hélt utan um tæplega 40 prósenta hlut í FL Group, var að fullu í eigu Baugs. „Svo verður maður dálítið hissa að sjá að félag skuldar 47 milljarða króna og á ekki einu sinni blýant. Mér fannst full ástæða til að þetta yrði skoðað nánar. Og þess vegna sendir maður þetta til sérstaks saksóknara," segir Magnús.

En hvert fóru peningarnir? Það er fátt um svör hjá skiptastjóranum. Hann segist aðeins hafa nýrri gögn í höndunum, síðustu samninga sem voru gerðir.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×