Inspired by Iceland í flokki með risum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 20. apríl 2011 06:00 Íslenska auglýsinga- stofan hefur fengið fjölda verðlauna, bæði hér heima og erlendis, fyrir auglýsingaherferðina Inspired by Iceland. Fréttablaðið/Stefán „Það er mjög góð viðurkenning á því að það sem við gerðum jafnast á við það besta sem gert er í heiminum. Það skiptir ekki öllu máli hvort við vinnum. Meiru skiptir að við komumst í úrslit,“ segir Kristján Schram hjá Íslensku auglýsingastofunni. Hann stýrði fyrir hönd auglýsingastofunnar herferðinni Inspired by Iceland, samvinnuverkefni á vegum ríkis og borgar auk fyrirtækja í ferðaþjónustu. Herferðinni var hleypt af stokkunum í júní í fyrra til að vekja athygli á landi og þjóð og vinna á móti stórkostlegri fækkun ferðamanna vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Í fyrravor stefndi í að ferðamönnum myndi fækka um 22 prósent á milli ára yrði ekkert að gert. Herferðin er nú komin í úrslit í Global Effie-keppninni, sem er ein virtasta viðurkenning sem markaðsfólki í heiminum getur hlotnast og litlu við að jafna í auglýsingageiranum öðru en Óskarsverðlaununum. Keppnin er haldin einu sinni á ári og verða verðlaunin afhent í New York í Bandaríkjunum í júní. Fram til þessa hefur Íslenska auglýsingastofan fengið fimm tilnefningar í erlendum samkeppnum, og ein verðlaun, fyrir herferðina auk þess að fara með heim tvenn verðlaun á ÍMARK-hátíðinni fyrr á þessu ári, meðal annars fyrir bestu herferðina. Ljóst er að Íslenska auglýsingastofan er komin í lið með stóru strákunum en undantekningalítið hafa stærstu stofur heims farið heim með gull, silfur eða brons úr Global Effie-keppninni síðustu ár. Þar á meðal eru Leo Burnett, TBWA, Ogilvy & Mather, Grey Global, JWT og DDB. Herferðirnar sem hlotið hafa verðlaun í gegnum tíðina eru matvörurisinn Kellogg‘s, hreinlætisvörufyrirtækið Dove, skyndibitakeðjan McDonald‘s, íþróttavöruframleiðandinn Adidas og tæknifyrirtækið Apple. Herferðirnar sem tilnefndar eru til Global Effie-verðlaunanna eiga það sammerkt að hafa náð til nokkurra landa en skilyrðið fyrir tilnefningu er að þær hafi farið fram í að minnsta kosti fjórum löndum og í tveimur heimsálfum. Þá er ekki síður horft á strategíska innsæið en árangur herferðarinnar. „Hér er verið að veita okkur viðurkenningu fyrir þann hluta sem fór ekki fram á Íslandi. Íslendingar sáu í raun minnst af herferðinni, kannski fimm prósent,“ segir Kristján og bendir á að bæði hafi verið horft til skemmri og lengri tíma með herferðinni. Skammtímamarkmiðið sneri að því að fjölga ferðamönnum í fyrrasumar. Langtímamarkmiðið var að vekja athygli á landi og þjóð með notkun samfélagsvefja, almannatengsla og heimasíðu herferðarinnar. Icelandair greindi frá því í síðustu viku að áætlað sé að erlendum ferðamönnum hér muni fjölga um fimmtán til tuttugu prósent á milli ára. Það merkir að sex hundruð þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins í sumar. Það er hundrað þúsund fleiri ferðamenn en í fyrra og mesti vöxtur í ferðaþjónustu á einu ári frá því mælingar hófust. „Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í þessu átaki sem er einstakt í Íslandssögunni. Ferðamönnum fjölgar enn og þær gjaldeyristekjur sem þeir færa þjóðarbúinu eru mikils virði,“ segir Kristján. Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
„Það er mjög góð viðurkenning á því að það sem við gerðum jafnast á við það besta sem gert er í heiminum. Það skiptir ekki öllu máli hvort við vinnum. Meiru skiptir að við komumst í úrslit,“ segir Kristján Schram hjá Íslensku auglýsingastofunni. Hann stýrði fyrir hönd auglýsingastofunnar herferðinni Inspired by Iceland, samvinnuverkefni á vegum ríkis og borgar auk fyrirtækja í ferðaþjónustu. Herferðinni var hleypt af stokkunum í júní í fyrra til að vekja athygli á landi og þjóð og vinna á móti stórkostlegri fækkun ferðamanna vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Í fyrravor stefndi í að ferðamönnum myndi fækka um 22 prósent á milli ára yrði ekkert að gert. Herferðin er nú komin í úrslit í Global Effie-keppninni, sem er ein virtasta viðurkenning sem markaðsfólki í heiminum getur hlotnast og litlu við að jafna í auglýsingageiranum öðru en Óskarsverðlaununum. Keppnin er haldin einu sinni á ári og verða verðlaunin afhent í New York í Bandaríkjunum í júní. Fram til þessa hefur Íslenska auglýsingastofan fengið fimm tilnefningar í erlendum samkeppnum, og ein verðlaun, fyrir herferðina auk þess að fara með heim tvenn verðlaun á ÍMARK-hátíðinni fyrr á þessu ári, meðal annars fyrir bestu herferðina. Ljóst er að Íslenska auglýsingastofan er komin í lið með stóru strákunum en undantekningalítið hafa stærstu stofur heims farið heim með gull, silfur eða brons úr Global Effie-keppninni síðustu ár. Þar á meðal eru Leo Burnett, TBWA, Ogilvy & Mather, Grey Global, JWT og DDB. Herferðirnar sem hlotið hafa verðlaun í gegnum tíðina eru matvörurisinn Kellogg‘s, hreinlætisvörufyrirtækið Dove, skyndibitakeðjan McDonald‘s, íþróttavöruframleiðandinn Adidas og tæknifyrirtækið Apple. Herferðirnar sem tilnefndar eru til Global Effie-verðlaunanna eiga það sammerkt að hafa náð til nokkurra landa en skilyrðið fyrir tilnefningu er að þær hafi farið fram í að minnsta kosti fjórum löndum og í tveimur heimsálfum. Þá er ekki síður horft á strategíska innsæið en árangur herferðarinnar. „Hér er verið að veita okkur viðurkenningu fyrir þann hluta sem fór ekki fram á Íslandi. Íslendingar sáu í raun minnst af herferðinni, kannski fimm prósent,“ segir Kristján og bendir á að bæði hafi verið horft til skemmri og lengri tíma með herferðinni. Skammtímamarkmiðið sneri að því að fjölga ferðamönnum í fyrrasumar. Langtímamarkmiðið var að vekja athygli á landi og þjóð með notkun samfélagsvefja, almannatengsla og heimasíðu herferðarinnar. Icelandair greindi frá því í síðustu viku að áætlað sé að erlendum ferðamönnum hér muni fjölga um fimmtán til tuttugu prósent á milli ára. Það merkir að sex hundruð þúsund erlendir ferðamenn komi til landsins í sumar. Það er hundrað þúsund fleiri ferðamenn en í fyrra og mesti vöxtur í ferðaþjónustu á einu ári frá því mælingar hófust. „Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í þessu átaki sem er einstakt í Íslandssögunni. Ferðamönnum fjölgar enn og þær gjaldeyristekjur sem þeir færa þjóðarbúinu eru mikils virði,“ segir Kristján.
Mest lesið Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira