Viðskipti innlent

Nafnbreyting myntarinnar skiptir engu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri ásamt Þórarni G. Péturssyni aðalhagfræðingi í Seðlabankanum. Mynd/ GVA.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri ásamt Þórarni G. Péturssyni aðalhagfræðingi í Seðlabankanum. Mynd/ GVA.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist ekki hafa skoðað hugmyndir Lilju Mósesdóttur um að breyta nafni íslensku krónunnar í annað nafn til að auka trúverðugleika á íslenska gjaldmiðlinum.

„Ég hef ekki skoðað það, ég veit ekki nákvæmlega um hvað er verið að tala þar," sagði Már Guðmundsson á blaðamannafundi í Seðlabankanum í dag. Hann tók þó skýrt fram að það að breyta nafni á myntinni myndi engu breyta eitt og sér. „Trúverðugleiki gjaldmiðilsins byggir á trúverðugleika efnahagslífsins," sagði Már.

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, tók undir orð seðlabankastjórans. Hann sagði að það væri trúverðueg efnahagsstjórn sem skipti máli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×