Ísland tapaði fyrir Króatíu og endaði í sjötta sæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2011 21:06 Sverre Jakobsson í baráttu við Ivano Balic. Mynd/Valli Ísland tapaði sínum fjórða leik í röð á heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð er strákarnir okkar lutu í lægra haldi fyrir Króatíu, 34-33, í leik um fimmta sæti keppninnar. Frábær leikkafli undir lok fyrri hálfleiks sá til þess að Ísland var með tveggja marka forystu í hálfleik, 16-14. En leikur liðsins hrundi algerlega um miðbik síðari hálfleiks. Strákarnir náðu með mikilli baráttu að hleypa spennu í leikinn á lokamínútunni en á endanum dugði það ekki til. Strákarnir byrjuðu á ljómandi fínum nótum í leiknum og komust í 2-1 með tveimur mörkum úr horninu - eitthvað sem hefur vantað í leik Íslands á mótinu. Björgvin var líka að verja ágætlega í markinu og gerði það fyrstu átta mínúturnar eða svo. En þá fóru Króatar að taka völdin í leiknum og Ivan Pesic fór í gang í marki Króatanna. Skytturnar Denis Buntic og Drago Vukovic voru liðinu erfiðir auk þess sem að Domagjo Duvnjak, stórskytta úr liði Hamborgar í Þýskalandi, var að hitna. Eftir stundarfjórðung tók Guðmundur Guðmundsson leikhlé og hreinlega skammaði strákana - það virtist einfaldlega vanta allan baráttuvilja og þrek í þá. Það virkaði. Síðari stundarfjórðungurinn í þessum hálfleik var líklega einn sá allra besti í þessu móti - ásamt seinni hálfleiknum gegn Noregi. Strákarnir léku við hvern sinn fingur og skoruðu tíu af síðustu fjórtán mörkum hálfleiksins - þar af átta af síðustu níu, og komust tveimur mörkum yfir áður en flautað var til hálfleiks. Á þessum kafla var Ólafur Stefánsson mjög öflugur og Snorri Steinn Guðjónsson sýndi einnig fína takta. Og það er bara einu sinni þannig - þegar þessir tveir eru í lagi þá er bara heilmikið í lagi hjá íslenska liðinu. Króatar náðu að koma sér aftur inn í leikinn á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiksins. Hreiðar Levý Guðmundsson var kominn í íslenska markið og sýndi glimrandi takta. Strákarnir voru alls ekki að spila illa og náðu að halda í fullu tré við Króatana sem voru að gefa allt sitt í leikinn á þessum tímapunkti. En þá hrundi leikur íslenska liðsins. Algjörlega og á öllum sviðum. Markvarsla, vörn og sóknarleikur. Það gekk einfaldlega ekkert upp. Króatía breytti stöðunni úr 25-25 í 33-27 og um átta mínútur eftir. Domagoj Duvnjak var sjóðandi heitur og raðaði inn mörkunum, ásamt þeim Buntic og Vukovic. Þessar skyttur skoruðu nánast af vild. Vörnin gekk ekki út í þær og markvörðurinn kom engum vörnum við - hvorki Hreiðar né Björgvin. Markvörðurinn Pesic átti einnig stórleik og að lokum var það í raun hann sem kláraði leikinn fyrir Króata. Sá til þess að munurinn væri einfaldlega svo mikill að strákarnir myndu ekki ná þeim. Það var tæpt því á þessum síðustu mínútum leiksins náðu strákarnir að minnka muninn í eitt mark með hetjulegri baráttu. Strákarnir fengu boltann þegar sjö sekúndur voru eftir en það var ekki nóg. Sóknin rann út í sandinn og niðurstaðan - einkar svekkjandi eins marks tap. Margir áttu mjög góðan leik í dag þegar best lét. Guðjón Valur sérstaklega en hann fékk loksins almennilega þjónustu í vinstra hornið og blómstraði hann eftir því. Alexander stóð fyrir sínu eins og alltaf og þeir Óli og Snorri náðu mjög vel saman í íslenska sóknarleiknum. Róbert barðist vel á línunni þegar hann fékk boltann. Varnarleikurinn var mjög misjafn og slæmur þegar að illa gekk. Vignir Svavarsson átti fína spretti en gerði sín mistök, eins og aðrir í vörninni. Björgvin og Hreiðar sýndu báðir lipra takta en duttu líka niður á of löngum köflum. Ísland varð á sjötta sæti á HM og dylst engum að það er frábær árangur. Sæti í undankeppni Ólympíuleikanna tryggt og margar stórþjóðir í sætunum fyrir neðan okkur. En það er afar erfitt að þurfa að kyngja því að tapa síðustu fjórum leikjunum á mótinu. Strákarnir spiluðu frábærlega í riðlakeppninni en eitthvað gerðist eftir það. Strákarnir sýndu í kvöld að þegar þeir ná sér á strik á nánast ekkert lið séns í þá. Króatar eru með margverðlaunað landslið en þeir litu út eins og áhugamenn þegar að Ísland fór á kostum undir lok fyrri hálfleiksins. Strákarnir sýndu hvað þeir geta - en liðið skorti stöðugleikann og því fór sem fór. Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni: Ísland - Króatía. Ísland - Króatía 33-34 (16-14) Mörk Íslands (Skot): Guðjón Valur Sigurðsson 10 (16), Snorri Steinn Guðjónsson 7/3 (9/3), Alexander Petersson 6 (12), Ólafur Stefánsson 5/3 (9/3), Arnór Atlason 2 (4), Vignir Svavarsson 1 (1), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1), Róbert Gunnarsson 1 (1), Aron Pálmarsson 0 (5). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 7 (26/1, 27%), Hreiðar Levy Guðmundsson 7 (22/1, 32%).Hraðaupphlaupsmörk: 14 (Guðjón Valur 6, Alexander 3, Ólafur 2, Vignir, Ásgeir Örn, Arnór)Fiskuð víti: 6 (Vignir, Aron, Snorri Steinn, Ólafur, Alexander, Róbert)Brottvísanir: 8 mínútur Mörk Króatía (Skot): Denis Buntic 9 (14), Vedran Zrnic 7/2 (8/2), Drago Vukovic 7 (13), Domagoj Duvnjak 6 (7), Igor Vori 2 (4), Marino Maric 1 (1), Marko Kopljar 1 (1), Manuel Strlek 1 (1).Varin skot: Ivan Pesic 18 (49/4, 37%), Mirko Alilovic 0 (2/2).Hraðaupphlaupsmörk: 11 (Duvnjak 3, Zrnic 3, Maric, Kopljar, Vori, Vukovic, Buntic)Fiskuð víti: 2 (Ivano Balic, Vedran Zrnic)Brottvísanir: 10 mínútur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Sjá meira
Ísland tapaði sínum fjórða leik í röð á heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð er strákarnir okkar lutu í lægra haldi fyrir Króatíu, 34-33, í leik um fimmta sæti keppninnar. Frábær leikkafli undir lok fyrri hálfleiks sá til þess að Ísland var með tveggja marka forystu í hálfleik, 16-14. En leikur liðsins hrundi algerlega um miðbik síðari hálfleiks. Strákarnir náðu með mikilli baráttu að hleypa spennu í leikinn á lokamínútunni en á endanum dugði það ekki til. Strákarnir byrjuðu á ljómandi fínum nótum í leiknum og komust í 2-1 með tveimur mörkum úr horninu - eitthvað sem hefur vantað í leik Íslands á mótinu. Björgvin var líka að verja ágætlega í markinu og gerði það fyrstu átta mínúturnar eða svo. En þá fóru Króatar að taka völdin í leiknum og Ivan Pesic fór í gang í marki Króatanna. Skytturnar Denis Buntic og Drago Vukovic voru liðinu erfiðir auk þess sem að Domagjo Duvnjak, stórskytta úr liði Hamborgar í Þýskalandi, var að hitna. Eftir stundarfjórðung tók Guðmundur Guðmundsson leikhlé og hreinlega skammaði strákana - það virtist einfaldlega vanta allan baráttuvilja og þrek í þá. Það virkaði. Síðari stundarfjórðungurinn í þessum hálfleik var líklega einn sá allra besti í þessu móti - ásamt seinni hálfleiknum gegn Noregi. Strákarnir léku við hvern sinn fingur og skoruðu tíu af síðustu fjórtán mörkum hálfleiksins - þar af átta af síðustu níu, og komust tveimur mörkum yfir áður en flautað var til hálfleiks. Á þessum kafla var Ólafur Stefánsson mjög öflugur og Snorri Steinn Guðjónsson sýndi einnig fína takta. Og það er bara einu sinni þannig - þegar þessir tveir eru í lagi þá er bara heilmikið í lagi hjá íslenska liðinu. Króatar náðu að koma sér aftur inn í leikinn á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiksins. Hreiðar Levý Guðmundsson var kominn í íslenska markið og sýndi glimrandi takta. Strákarnir voru alls ekki að spila illa og náðu að halda í fullu tré við Króatana sem voru að gefa allt sitt í leikinn á þessum tímapunkti. En þá hrundi leikur íslenska liðsins. Algjörlega og á öllum sviðum. Markvarsla, vörn og sóknarleikur. Það gekk einfaldlega ekkert upp. Króatía breytti stöðunni úr 25-25 í 33-27 og um átta mínútur eftir. Domagoj Duvnjak var sjóðandi heitur og raðaði inn mörkunum, ásamt þeim Buntic og Vukovic. Þessar skyttur skoruðu nánast af vild. Vörnin gekk ekki út í þær og markvörðurinn kom engum vörnum við - hvorki Hreiðar né Björgvin. Markvörðurinn Pesic átti einnig stórleik og að lokum var það í raun hann sem kláraði leikinn fyrir Króata. Sá til þess að munurinn væri einfaldlega svo mikill að strákarnir myndu ekki ná þeim. Það var tæpt því á þessum síðustu mínútum leiksins náðu strákarnir að minnka muninn í eitt mark með hetjulegri baráttu. Strákarnir fengu boltann þegar sjö sekúndur voru eftir en það var ekki nóg. Sóknin rann út í sandinn og niðurstaðan - einkar svekkjandi eins marks tap. Margir áttu mjög góðan leik í dag þegar best lét. Guðjón Valur sérstaklega en hann fékk loksins almennilega þjónustu í vinstra hornið og blómstraði hann eftir því. Alexander stóð fyrir sínu eins og alltaf og þeir Óli og Snorri náðu mjög vel saman í íslenska sóknarleiknum. Róbert barðist vel á línunni þegar hann fékk boltann. Varnarleikurinn var mjög misjafn og slæmur þegar að illa gekk. Vignir Svavarsson átti fína spretti en gerði sín mistök, eins og aðrir í vörninni. Björgvin og Hreiðar sýndu báðir lipra takta en duttu líka niður á of löngum köflum. Ísland varð á sjötta sæti á HM og dylst engum að það er frábær árangur. Sæti í undankeppni Ólympíuleikanna tryggt og margar stórþjóðir í sætunum fyrir neðan okkur. En það er afar erfitt að þurfa að kyngja því að tapa síðustu fjórum leikjunum á mótinu. Strákarnir spiluðu frábærlega í riðlakeppninni en eitthvað gerðist eftir það. Strákarnir sýndu í kvöld að þegar þeir ná sér á strik á nánast ekkert lið séns í þá. Króatar eru með margverðlaunað landslið en þeir litu út eins og áhugamenn þegar að Ísland fór á kostum undir lok fyrri hálfleiksins. Strákarnir sýndu hvað þeir geta - en liðið skorti stöðugleikann og því fór sem fór. Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni: Ísland - Króatía. Ísland - Króatía 33-34 (16-14) Mörk Íslands (Skot): Guðjón Valur Sigurðsson 10 (16), Snorri Steinn Guðjónsson 7/3 (9/3), Alexander Petersson 6 (12), Ólafur Stefánsson 5/3 (9/3), Arnór Atlason 2 (4), Vignir Svavarsson 1 (1), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1), Róbert Gunnarsson 1 (1), Aron Pálmarsson 0 (5). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 7 (26/1, 27%), Hreiðar Levy Guðmundsson 7 (22/1, 32%).Hraðaupphlaupsmörk: 14 (Guðjón Valur 6, Alexander 3, Ólafur 2, Vignir, Ásgeir Örn, Arnór)Fiskuð víti: 6 (Vignir, Aron, Snorri Steinn, Ólafur, Alexander, Róbert)Brottvísanir: 8 mínútur Mörk Króatía (Skot): Denis Buntic 9 (14), Vedran Zrnic 7/2 (8/2), Drago Vukovic 7 (13), Domagoj Duvnjak 6 (7), Igor Vori 2 (4), Marino Maric 1 (1), Marko Kopljar 1 (1), Manuel Strlek 1 (1).Varin skot: Ivan Pesic 18 (49/4, 37%), Mirko Alilovic 0 (2/2).Hraðaupphlaupsmörk: 11 (Duvnjak 3, Zrnic 3, Maric, Kopljar, Vori, Vukovic, Buntic)Fiskuð víti: 2 (Ivano Balic, Vedran Zrnic)Brottvísanir: 10 mínútur
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Sjá meira