Glitnir í mál við Guðbjörgu og vill rifta sölu bréfa Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. mars 2011 18:30 Slitastjórn Glitnis hefur höfðað mál gegn Guðbjörgu Matthíasdóttur útgerðarkonu í Vestmannaeyjum og krefst riftunar á hlutabréfakaupum sem gerð voru þremur dögum fyrir þjóðnýtingu Glitnis. Í september 2007 keypti Glitnir nærri 40 prósenta hlut í Tryggingamiðstöðinni fyrir um 20 milljarða króna af Guðbjörgu Matthíasdóttir og fleiri fjárfestum og seldi bréfin síðan áfram til annarra. Hluti af kaupverðinu var greiddur með hlutabréfum í Glitni, en samtímis var gerður samningur um sölurétt um bréfanna sem varð virkur ári eftir að viðskiptin áttu sér stað. Guðbjörg Matthíasdóttir seldi síðan 1,71 prósents hlut sinn í Glitni fyrir þrjá og hálfan milljarð króna föstudaginn 26. september 2008, eða síðasta virka dag fyrir þjóðnýtingu bankans sem kynnt var í Seðlabankanum mánudaginn 29. september. Ekkert varð sem kunnugt er úr þeim áformum en bréfin í Glitni höfðu hríðlækkað í verði. Enginn annar af tuttugu stærstu hluthöfum bankans seldi hlut sinn í vikunni fyrir þjóðnýtinguna. Láta reyna á riftunarreglur Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur slitastjórn Glitnis banka ákveðið að höfða mál gegn Guðbjörgu vegna þessara viðskipta og krefst riftunar á sölu hlutabréfanna að hluta en bankinn tók ákvörðun um málshöfðun eftir að Guðbjörg sinnti ekki áskorunum um greiðslu. Ekki er grunur um saknæma háttsemi og er Glitnir að láta reyna á riftunarreglur í gjaldþrotalögum, en krefjast má riftunar á greiðslu á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag í ákveðnum tilvikum. Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti telst frestdagur sá dagur sem þrotamaður óskaði fyrst eftir heimild til greiðslustöðvunar eða heimild til að leita nauðasamninga. Glitnir telur að Guðbjörg hafi með sölu hlutabréfanna fengið réttindi umfram aðra og kröfuhöfum bankans hafi þannig verið mismunað. Krefst Glitnir leiðréttingar á kaupverði og vill mismun á verðinu sem Guðbjörg seldi hlutabréfin á og gengi bréfanna í Kauphöll daginn sem viðskiptin áttu sér stað, hinn 26. september 2008. Samkvæmt heimildum fréttastofu hleypur fjárhæðin á milljörðum króna. Guðbjörg fékk hlutinn í Glitni á genginu 28,45 þegar bankinn keypti tæplega 40 prósenta hlut hennar og nokkurra annarra í TM í september 2007 en aldrei hefur verið gefið upp á hvaða gengi bankinn keypti bréfin af henni þegar hún nýtti sér söluréttinn hinn 26. september 2008. Stefnan var birt nú vikunni og verður hún þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Þá vildi Sigurbjörn Magnússon, lögmaður Guðbjargar, ekki tjá sig heldur þegar eftir því var leitað. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Slitastjórn Glitnis hefur höfðað mál gegn Guðbjörgu Matthíasdóttur útgerðarkonu í Vestmannaeyjum og krefst riftunar á hlutabréfakaupum sem gerð voru þremur dögum fyrir þjóðnýtingu Glitnis. Í september 2007 keypti Glitnir nærri 40 prósenta hlut í Tryggingamiðstöðinni fyrir um 20 milljarða króna af Guðbjörgu Matthíasdóttir og fleiri fjárfestum og seldi bréfin síðan áfram til annarra. Hluti af kaupverðinu var greiddur með hlutabréfum í Glitni, en samtímis var gerður samningur um sölurétt um bréfanna sem varð virkur ári eftir að viðskiptin áttu sér stað. Guðbjörg Matthíasdóttir seldi síðan 1,71 prósents hlut sinn í Glitni fyrir þrjá og hálfan milljarð króna föstudaginn 26. september 2008, eða síðasta virka dag fyrir þjóðnýtingu bankans sem kynnt var í Seðlabankanum mánudaginn 29. september. Ekkert varð sem kunnugt er úr þeim áformum en bréfin í Glitni höfðu hríðlækkað í verði. Enginn annar af tuttugu stærstu hluthöfum bankans seldi hlut sinn í vikunni fyrir þjóðnýtinguna. Láta reyna á riftunarreglur Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur slitastjórn Glitnis banka ákveðið að höfða mál gegn Guðbjörgu vegna þessara viðskipta og krefst riftunar á sölu hlutabréfanna að hluta en bankinn tók ákvörðun um málshöfðun eftir að Guðbjörg sinnti ekki áskorunum um greiðslu. Ekki er grunur um saknæma háttsemi og er Glitnir að láta reyna á riftunarreglur í gjaldþrotalögum, en krefjast má riftunar á greiðslu á síðustu sex mánuðum fyrir frestdag í ákveðnum tilvikum. Samkvæmt lögum um gjaldþrotaskipti telst frestdagur sá dagur sem þrotamaður óskaði fyrst eftir heimild til greiðslustöðvunar eða heimild til að leita nauðasamninga. Glitnir telur að Guðbjörg hafi með sölu hlutabréfanna fengið réttindi umfram aðra og kröfuhöfum bankans hafi þannig verið mismunað. Krefst Glitnir leiðréttingar á kaupverði og vill mismun á verðinu sem Guðbjörg seldi hlutabréfin á og gengi bréfanna í Kauphöll daginn sem viðskiptin áttu sér stað, hinn 26. september 2008. Samkvæmt heimildum fréttastofu hleypur fjárhæðin á milljörðum króna. Guðbjörg fékk hlutinn í Glitni á genginu 28,45 þegar bankinn keypti tæplega 40 prósenta hlut hennar og nokkurra annarra í TM í september 2007 en aldrei hefur verið gefið upp á hvaða gengi bankinn keypti bréfin af henni þegar hún nýtti sér söluréttinn hinn 26. september 2008. Stefnan var birt nú vikunni og verður hún þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, vildi ekkert tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Þá vildi Sigurbjörn Magnússon, lögmaður Guðbjargar, ekki tjá sig heldur þegar eftir því var leitað. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira