Um 18 milljarða skuldir felldar niður hjá fyrirtækjum 22. mars 2011 14:25 Um síðustu mánaðarmót höfðu 363 lítil og meðalstór fyrirtæki fengið tilboð um endurskipulagningu skulda sinna. Þau fyrirtæki sem þegar hafa fengið afgreiðslu hafa fengið að meðaltali 50 milljónir kr af skuldum sínum felldar niður. Ef hlutfallið er það sama yfir allan hópinn má reikna með að niðurfelldar skuldir nemi um 18 milljörðum kr. Í morgun fór fram opinn upplýsingafundur um stöðuna á úrvinnslu skulda lítilla og meðalstórra fyrirtækja innan Beinu brautarinnar. Fjallað er um fundinn á vefsíðu Viðskiptaráðs. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, opnaði fundinn. Tók hann sérstaklega fram hversu mikilvægt samkomulag sem þetta er þegar kemur að því að greiða úr skuldum fyrirtækja, en endurskipulagning skulda er nauðsynlegur hlekkur í að koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný. Nú bíða hátt í þúsund fyrirtæki þess að fá tilboð send og eru rétt rúmir tveir mánuðir í að öll fyrirtæki sem falla undir samkomulagið ættu samkvæmt upphaflegri áætlun að vera komin með tilboð um endurskipulagningu. „Nú eru liðnir rúmir þrír mánuðir frá því að Beina brautin var lögð og því um að gera að líta á hvernig til hefur tekist. Í lok febrúar höfðu 363 fyrirtæki sem undir samkomulagið falla fengið send tilboð um endurskipulagningu sinna skulda, en það er nokkuð undir þeim markmiðum sem sett höfðu verið um að á þeim tímapunkti yrðu 506 fyrirtæki komin með tilboð í hendurnar. Þau fyrirtæki sem nú þegar hafa fengið afgreiðslu hafa fengið skuldir sínar lækkaðar um að meðaltali 50 milljón krónur hvert.“ Þá tók til máls Finnur Oddsson, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands, en í erindi sínu velti hann upp þeirri spurningu hvers vegna endurskipulagning fyrirtækja væri mikilvæg fyrir íslenskt samfélag. „Ástæðan er margþætt. Fyrirtæki sem haldið er gangandi í óvissuástandi eru engum til gagns. Þau skapa ekki verðmæti og þau eru áþján á hagkerfinu. Þá eru áhrifin á heimilin neikvæð, en það frestar eða kemur í veg fyrir ákvarðanir um neyslu og fjárfestingu. Þá verða bankar sem eru með lánasöfn í vanskilum eins og íslensku bankarnir aldrei gjaldgengir alþjóðlega, þeir komast ekki á erlenda fjármagnsmarkaði og geta því ekki stutt með eðlilegum hætti við atvinnulíf,“ segir Finnur Þá benti Finnur einnig á að hagkerfi sem býr við ofangreind skilyrði geti hvorki skapað hagvöxt né búið fólki bætt lífskjör, hvað þá skapað jákvæðar væntingar um bjartari framtíð. Finnur minnti ennfremur að óheilbrigðar aðstæður skapa óheilbrigð vinnubrögð, vantraust og tefja fyrir almennri uppbyggingu. „Ég held að það séu fleiri en færri af þeim bara ansi gott fólk sem vill vel, eins og Íslendingar eru almennt. Bankastarfsmenn eru ekki upp til hópa vanhæfir og atvinnurekendur eru ekki upp til hópa óheiðarlegir. Heldur þvert á móti. Það eru þessar gölluðu aðstæður sem skapa sérkennileg vinnubrögð og við þurfum að vera meðvituð um það til að geta tekist á við það vandamál,“ segir Finnur. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Um síðustu mánaðarmót höfðu 363 lítil og meðalstór fyrirtæki fengið tilboð um endurskipulagningu skulda sinna. Þau fyrirtæki sem þegar hafa fengið afgreiðslu hafa fengið að meðaltali 50 milljónir kr af skuldum sínum felldar niður. Ef hlutfallið er það sama yfir allan hópinn má reikna með að niðurfelldar skuldir nemi um 18 milljörðum kr. Í morgun fór fram opinn upplýsingafundur um stöðuna á úrvinnslu skulda lítilla og meðalstórra fyrirtækja innan Beinu brautarinnar. Fjallað er um fundinn á vefsíðu Viðskiptaráðs. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, opnaði fundinn. Tók hann sérstaklega fram hversu mikilvægt samkomulag sem þetta er þegar kemur að því að greiða úr skuldum fyrirtækja, en endurskipulagning skulda er nauðsynlegur hlekkur í að koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný. Nú bíða hátt í þúsund fyrirtæki þess að fá tilboð send og eru rétt rúmir tveir mánuðir í að öll fyrirtæki sem falla undir samkomulagið ættu samkvæmt upphaflegri áætlun að vera komin með tilboð um endurskipulagningu. „Nú eru liðnir rúmir þrír mánuðir frá því að Beina brautin var lögð og því um að gera að líta á hvernig til hefur tekist. Í lok febrúar höfðu 363 fyrirtæki sem undir samkomulagið falla fengið send tilboð um endurskipulagningu sinna skulda, en það er nokkuð undir þeim markmiðum sem sett höfðu verið um að á þeim tímapunkti yrðu 506 fyrirtæki komin með tilboð í hendurnar. Þau fyrirtæki sem nú þegar hafa fengið afgreiðslu hafa fengið skuldir sínar lækkaðar um að meðaltali 50 milljón krónur hvert.“ Þá tók til máls Finnur Oddsson, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands, en í erindi sínu velti hann upp þeirri spurningu hvers vegna endurskipulagning fyrirtækja væri mikilvæg fyrir íslenskt samfélag. „Ástæðan er margþætt. Fyrirtæki sem haldið er gangandi í óvissuástandi eru engum til gagns. Þau skapa ekki verðmæti og þau eru áþján á hagkerfinu. Þá eru áhrifin á heimilin neikvæð, en það frestar eða kemur í veg fyrir ákvarðanir um neyslu og fjárfestingu. Þá verða bankar sem eru með lánasöfn í vanskilum eins og íslensku bankarnir aldrei gjaldgengir alþjóðlega, þeir komast ekki á erlenda fjármagnsmarkaði og geta því ekki stutt með eðlilegum hætti við atvinnulíf,“ segir Finnur Þá benti Finnur einnig á að hagkerfi sem býr við ofangreind skilyrði geti hvorki skapað hagvöxt né búið fólki bætt lífskjör, hvað þá skapað jákvæðar væntingar um bjartari framtíð. Finnur minnti ennfremur að óheilbrigðar aðstæður skapa óheilbrigð vinnubrögð, vantraust og tefja fyrir almennri uppbyggingu. „Ég held að það séu fleiri en færri af þeim bara ansi gott fólk sem vill vel, eins og Íslendingar eru almennt. Bankastarfsmenn eru ekki upp til hópa vanhæfir og atvinnurekendur eru ekki upp til hópa óheiðarlegir. Heldur þvert á móti. Það eru þessar gölluðu aðstæður sem skapa sérkennileg vinnubrögð og við þurfum að vera meðvituð um það til að geta tekist á við það vandamál,“ segir Finnur.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira