Viðskipti innlent

MP Banki áfrýjar Byr dómi til Hæstaréttar

MP Banki ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í dag þar sem bankinn var dæmdur til að greiða Byr 317 milljónir kr.

Í yfirlýsingu frá Gunnari Karli Guðmundssyni  forstjóra MP Banka segir: „Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í skaðabótamáli MP banka hf. og Byr hf. kemur verulega á óvart. Bankinn er efnislega ósammála niðurstöðunni og mun áfrýja til Hæstaréttar.“


Tengdar fréttir

MP Banki þarf að greiða Byr 317 milljónir

MP Banki var dæmdur til þess að greiða Byr sparisjóði rétt tæplega 317 milljónir króna í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Byr sakaði MP banka um að hafa stolið um 300 milljón króna vegna kúluláns til félags í eigu Björgólfs Guðmundssonar, Hansa ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×