Viðskipti innlent

Hagnaður HB Granda var 1,3 milljarðar í fyrra

Hagnaður HB Granda í fyrra var 7,8 milljónir evra eða um 1,3 milljarðar kr.Þetta er töluvert minni hagnaður en árið áður þegar hann varð 13,0 milljónir evra.

Í tilkynningu um uppgjör ársins segir að tekjur HB Granda í fyrra námu 24,7 miljörðum kr. Eignir eru samtals 46,7 milljarðar króna, skuldir 25,0 milljarðar kr. og eigið fé 21,7 milljarðar kr.

Hjá félaginu unnu að meðaltali 670 starfsmenn á árinu samanborið við 622 árið áður.  Laun og launatengd gjöld námu samtals 7,8 milljörðum króna, en 6,3 milljörðum kr. árið 2009.

Skipastóll HB Granda hf. var óbreyttur frá fyrra ári. Árið 2010 var afli skipa félagsins 52 þúsund tonn af botnfiski og 96 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

Aðalfundur HB Granda verður haldinn föstudaginn 29. apríl 2011 í matsal félagsins við Norðurgarð í Reykjavík.  Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður að fjárhæð 340 milljónir kr.  sem samsvarar 1,6% af eigin fé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×