Jól

Sálmur 80 - Bjart er yfir Betlehem

Ingólfur Jónsson Frá miðöldum - Piae Cantiones 1582 BJART er yfir Betlehem, blikar jólastjarna. Stjarnan mín og stjarnan þín, stjarnan allra barna. Var hún áður vitringum vegaljósið skæra. Barn í jötu borið var, barnið ljúfa, kæra. Víða höfðu vitringar vegi kannað hljóðir, fundið sínum ferðum á fjöldamargar þjóðir. Barst þeim allt frá Betlehem birtan undur skæra. Barn í jötu borið var, barnið ljúfa, kæra. Barni gjafir báru þeir. Blítt þá englar sungu. Lausnaranum lýstu þeir, lofgjörð Drottni sungu. Bjart er yfir Betlehem, blikar jólastjarna. Stjarnan mín og stjarnan þín, stjarnan allra barna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×