Salan á jólaöli Carlsberg slær met 1. nóvember 2011 00:01 Jólin lofa góðu fyrir Carlsberg bruggverksmiðjurnar því fram að þessu hefur salan á jólaöli þeirra, Tuborg Julebryg, slegið öll met. Julebryg var sett á markaðinn fyrir tveimur vikum og hingað til er salan um 20% meiri en á sama tíma í fyrra. Flest brugghúsin í Danmörku setja sérstak jólaöl á markaðinn um tveimur mánuðum fyrir jól. Sú samkeppni hefur ekki slegið á söluna hjá Carlsberg. Að vísu ber að nefna að ölið Carls Jul kom ekki á markaðinn í ár og að teknu tilliti til þess hefur jólaölsalan hjá Carlsberg stigið samanlagt um 5%. Carlsberg þakkar hinni miklu sölu m.a. því að á J-dag, fyrir tveimur vikum, heimsóttu öltrukkarnir frá Tuborg um 100 fleiri bari og krár en í fyrra og buðu gestum og gangandi upp á Tuborg Julebryg. Jólafréttir Mest lesið Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Sálmur 562 - Að jötu þinni Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Aðventan er til að njóta Jól Amma og Ajaxið komu með jólin Jól Svona gerirðu graflax Jól Með djúpa ástríðu fyrir jólaþorpum Jól Borða með góðri samvisku Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól
Jólin lofa góðu fyrir Carlsberg bruggverksmiðjurnar því fram að þessu hefur salan á jólaöli þeirra, Tuborg Julebryg, slegið öll met. Julebryg var sett á markaðinn fyrir tveimur vikum og hingað til er salan um 20% meiri en á sama tíma í fyrra. Flest brugghúsin í Danmörku setja sérstak jólaöl á markaðinn um tveimur mánuðum fyrir jól. Sú samkeppni hefur ekki slegið á söluna hjá Carlsberg. Að vísu ber að nefna að ölið Carls Jul kom ekki á markaðinn í ár og að teknu tilliti til þess hefur jólaölsalan hjá Carlsberg stigið samanlagt um 5%. Carlsberg þakkar hinni miklu sölu m.a. því að á J-dag, fyrir tveimur vikum, heimsóttu öltrukkarnir frá Tuborg um 100 fleiri bari og krár en í fyrra og buðu gestum og gangandi upp á Tuborg Julebryg.
Jólafréttir Mest lesið Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Sálmur 562 - Að jötu þinni Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Hugleiðingar um aðventu Jól Aðventan er til að njóta Jól Amma og Ajaxið komu með jólin Jól Svona gerirðu graflax Jól Með djúpa ástríðu fyrir jólaþorpum Jól Borða með góðri samvisku Jól Allir geta gert góðan jólamat Jól