Jólakaka frá ömmu 1. nóvember 2011 00:01 Rabarbararúsínurnar eru arfleifð frá fyrri tíð þegar fólk hafði minna á milli handanna. Þetta voru rabarbarabitar sem urðu eftir þegar búin var til hrásaft úr rabarbara. Í eitt kíló af rabarbarabitum var blandað 200 grömmum af sykri. Auðveldlega má skipta þeim út fyrir venjulegar rúsínur. Uppskrift að jólaköku frá ömmu200 gr. smjörlíki200 gr. sykur2-3 egg eða eggjaduft500 gr. hveiti2 tesk. lyftiduft1 tesk. kanell1 tesk. kardemommur2 dl. mjólk3 matsk. rabarbararúsínur25 gr. súkkat Smjörlíkið er linað og sykurinn hrærður saman við, unz það er ljóst og létt, þá er eggjarauðunum hrært út í, því næst er hveitinu, lyftidufti, kanel og kardemommum hrært í og vætt með mjólkinni. Þegar það er vel jafnt, eru rabarbararúsínurnar settar í og súkkatið, en síðast er eggjahvítunum, vel þeyttum, hrært gætilega saman við með hníf. Bakað í hringmóti í eina klst. Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Viðheldur týndri hefð Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Skrautskrifar jólakortin af natni Jól Góð jólasveinabörn Jól Leiðir til að hafa jólin græn Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól Einn svartur kjóll – þrjú tilefni Jól Sálmur 86 - Heiðra skulum vér Herran Krist Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Innblástur í innpökkun Jól
Rabarbararúsínurnar eru arfleifð frá fyrri tíð þegar fólk hafði minna á milli handanna. Þetta voru rabarbarabitar sem urðu eftir þegar búin var til hrásaft úr rabarbara. Í eitt kíló af rabarbarabitum var blandað 200 grömmum af sykri. Auðveldlega má skipta þeim út fyrir venjulegar rúsínur. Uppskrift að jólaköku frá ömmu200 gr. smjörlíki200 gr. sykur2-3 egg eða eggjaduft500 gr. hveiti2 tesk. lyftiduft1 tesk. kanell1 tesk. kardemommur2 dl. mjólk3 matsk. rabarbararúsínur25 gr. súkkat Smjörlíkið er linað og sykurinn hrærður saman við, unz það er ljóst og létt, þá er eggjarauðunum hrært út í, því næst er hveitinu, lyftidufti, kanel og kardemommum hrært í og vætt með mjólkinni. Þegar það er vel jafnt, eru rabarbararúsínurnar settar í og súkkatið, en síðast er eggjahvítunum, vel þeyttum, hrært gætilega saman við með hníf. Bakað í hringmóti í eina klst.
Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Viðheldur týndri hefð Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Skrautskrifar jólakortin af natni Jól Góð jólasveinabörn Jól Leiðir til að hafa jólin græn Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól Einn svartur kjóll – þrjú tilefni Jól Sálmur 86 - Heiðra skulum vér Herran Krist Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Innblástur í innpökkun Jól