Viðskipti innlent

Afkoma Stykkishólmsbæjar neikvæð um 73 milljónir

Rekstarafkoma Stykkishólmsbæjar,  A og B hluta, var neikvæð um 73,5 milljónir kr. á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu um uppgjör ársins.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 748,3 milljónir kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A- bæjarsjóð og B- hluta stofnanir og fyrirtæki, en þar af námu rekstrartekjur A-hluta þ.e. bæjarsjóðs 687,3 milljónum kr.

Rekstrargjöld A og B hluta námu 821,7 milljónum kr. Þar af námu rekstrargjöld A-hluta bæjarsjóðs 758,5 milljónum kr. að meðtöldum hækkunum vegna lífeyrisskuldbindinga starfsfólks.

Helstu ástæður þessarar rekstrarniðurstöðu má rekja til hækkunar launakostnaðar miðað við fjárhagsáætlun. Einnig urðu tekjur bæjarsjóðs umtalsvert minni miðað við fjárhagsáætlun.

Þá hafa tekjur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dregist mikið saman eftir efnahagshrunið haustið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×