Viðskipti innlent

Bensínið komið upp fyrir 240 krónur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bensínið er dýrast hjá Skeljungi. Mynd/ Vilhelm.
Bensínið er dýrast hjá Skeljungi. Mynd/ Vilhelm.
Bensínverð hækkaði í dag og er nú komið upp fyrir 240 krónur. Lægst er verðið hjá Orkunni, Atlantsolíu og ÓB þar sem það er rétt undir 241 krónu. Það kostar svo 241,4 hjá N1 og Olís. Dýrast er bensínið hjá Skeljungi en þar kostar það 242,8 krónur. Ríkisstjórnin ákvað í vetur að skipa starfshóp til að meta viðbrögðin við hækkununum. Ekkert bólar á niðurstöðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×