Viðskipti innlent

Beita Seðlabankann dagsektum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja dagsektir á Seðlabanka Íslands. Ástæðan er sú að við vinnslu skjals um Samkeppni á bankamarkaði óskaði Samkeppniseftirlitið eftir upplýsingum frá Seðlabanka Íslands um útlán einstakra banka og sparisjóða. Seðlabankinn hafnaði þeirri beiðni. Samkeppniseftirlitið ítrekaði beiðni sína og hefur í framhaldinu tekið ákvörðun um að leggja dagsektir á Seðlabanka Íslands, að fjárhæð 1,5 milljónir króna á dag til þess að knýja á um gagnaskilin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×