Innlent

Kristinn hafnar ásökunum um tölvuinnbrot

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristinn Hrafnsson ásamt Julian Assange stofnanda WikiLeaks. Mynd/ afp.
Kristinn Hrafnsson ásamt Julian Assange stofnanda WikiLeaks. Mynd/ afp.
Kristinn Hrafnsson, talsmaður uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks, vísar á bug ásökunum um að WikiLeaks hafi brotist inn í tölvukerfi Alþingis. Í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér kemur fram að WikiLeaks hafi það að markmiði að bjóða uppljóstrurum öruggan vettvang til þess að koma upplýsingum framfæri við almenning. Kristinn segir að samtökin stundi ekki tölvuinnbrot og slíkar ásakanir séu hluti af ófrægingarherferð bandarískra stjórnvalda.

„Ég furða mig þeirri vanstilltu umræðu sem veður uppi Íslandi vegna fundar tölvu í skrifstofuhúsnæði Alþingis fyrir tæpu ári. Einkum er það grafalvarlegt að sumir þingmenn skuli reyna að bendla WikiLeaks við meint lögbrot. Slkt er fyrr neðan virðingu Alþingis og algjörlega óþolandi," segir Kristinn.

Kristinn segir að tímasetning þessarar fréttaleysu veki athygli enda sé ennþá reynt með öllum tiltækum ráðum að koma höggi á WikiLeaks Illt sé að íslenskir þingmenn taki þátt í því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×