Viðskipti innlent

Vill tímabundna lækkun skatta á bensín og olíu

Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að ríkissjóður komi til móts við fólk og fyrirtæki á tímum síhækkandi olíu- og bensínverðs. Hann vill að skattar á bensín og olíu verði lækkaðir tímabundið.

Sigmundur segir á bloggsíðu sinni að skattkerfið sé manna verk og á að taka tillit til aðstæðna.

„Það er ekki sjálfgefið að hlutfall virðisaukaskatts af þessum nauðsynjavörum sé allaf jafn hátt - og ríkið beinlínis græði þeim mun meira sem olíuverð hækkar," segir Sigmundur.

„Nú er lag að taka prósentuna niður, tímabundið … á meðan við förum í gegnum erfiðasta skaflinn. Það þýddi minni olíusparnað almennings, jafnvel meiri bensínkaup - og það gæti hæglega vegið upp skaða ríkissjóðs …

Hér með er heitið á landsbyggðarþingmanninn Steingrím J. Sigfússon í þessu efni. Hækkun olíu- og bensínverðs er jú baggi á þeim sem þurfa lengst að sækja þjónustuna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×