Viðskipti innlent

Miðengi eignast 71% hlut í Bláfugli ehf. og IG Invest

Miðengi ehf., eignarhaldsfélag Íslandsbanka, fer nú með 71% eignarhlut í félögunum Bláfugli og IG Invest í gegnum eignarhald sitt á SPW ehf. en Bláfugl og IG Invest eru að fullu í eigu SPW.  Félögin voru áður hluti af samstæðu Icelandair Group.  Glitnir Banki er eigandi 29% hlutafjár í SPW ehf.

Í tilkynningu segir að breytingin á eignarhaldi kemur til í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar Íslandsbanka og Glitnis á Icelandair Group. IG Invest heldur utan um fjárfestingar í fjórum 787 vélum frá Boeing.

Bláfugl er með starfssemi á sviði vöruflutninga og er með leigu á fragtflugvélum. Félagið er með höfuðstöðvar á Íslandi og hefur verið starfandi frá árinu 1994. Áttatíu manns starfa hjá Bláfugli.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær eignarhlutirnir verða settir í söluferli.

Nýja stjórn Bláfugls ehf. skipa:  Gylfi Árnason fyrir Miðengi, Ragnhildur Ásmundsdóttir fyrir Miðengi og Helgi Hólmar Ófeigsson fyrir Glitni Banka. Forstjóri Bláfugls er Skúli Skúlason.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×