Frábær fjórði leikhluti færði Fjölni sigur á Íslandsmeisturum KR Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2011 20:57 Ægir Þór Steinarsson lék á ný með Fjölni í kvöld. Mynd/Valli Fjölnir vann óvæntan 100-96 sigur á Íslandsmeisturum KR í Iceland Express deild karla í Grafarvoginum í kvöld. Fjölnir tryggði sér sigurinn með frábærum fjórða leikhluta sem Grafarvogspiltar unnu 30-20. Calvin O'Neal skoraði 31 stig fyrir Fjölni og Nathan Walkup var með 27 stig og 14 fráköst. Árni Ragnarsson var síðan með 14 stig og 11 fráköst. David Tairu skoraði 25 stig fyrir KR og Edward Lee Horton var með 24 stig. Hreggviður Magnússon skoraði síðan 16 stig. Liðin skiptust á því að hafa forystuna í jöfnum fyrsta leikhluta en þriggja stiga karfa Skarphéðins Freys Ingasonar kom KR í 25-22 við lok hans. KR-ingar héldu síðan ágætu forskoti í öðrum leikhlutanum, komust mest níu stigum yfir og voru 54-46 yfir í hálfleik. KR-liðið komst í framhaldin mest ellefu stigum yfir í þriðja leikhlutanum en var 76-70 yfir við lok hans. Fjölnir endaði þriðja leikhlutann vel og hélt áfram að vinna upp forskot KR-inga í fjórða leikhlutanum. Fjölnismenn voru búnir að jafna leikinn í 91-91 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Þeir komust síðan yfir þegar 90 sekúndur voru eftir af leiknum og ennfremur í þriggja stiga forystu, 97-94, þegar aðeins hálf mínúta var eftir. Fjölnismenn héldu síðan út og tryggðu sér óvæntan sigur.Fjölnir-KR 100-96 (22-25, 24-29, 24-22, 30-20)Fjölnir: Calvin O'Neal 31/5 fráköst, Nathan Walkup 27/14 fráköst, Árni Ragnarsson 14/11 fráköst/3 varin skot, Trausti Eiríksson 8, Hjalti Vilhjálmsson 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 7/6 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4, Ægir Þór Steinarsson 1.KR: David Tairu 25/8 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 24/7 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 16/5 fráköst, Finnur Atli Magnusson 11/8 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 6/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 5/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 3, Martin Hermannsson 2/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 2, Björn Kristjánsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Sjá meira
Fjölnir vann óvæntan 100-96 sigur á Íslandsmeisturum KR í Iceland Express deild karla í Grafarvoginum í kvöld. Fjölnir tryggði sér sigurinn með frábærum fjórða leikhluta sem Grafarvogspiltar unnu 30-20. Calvin O'Neal skoraði 31 stig fyrir Fjölni og Nathan Walkup var með 27 stig og 14 fráköst. Árni Ragnarsson var síðan með 14 stig og 11 fráköst. David Tairu skoraði 25 stig fyrir KR og Edward Lee Horton var með 24 stig. Hreggviður Magnússon skoraði síðan 16 stig. Liðin skiptust á því að hafa forystuna í jöfnum fyrsta leikhluta en þriggja stiga karfa Skarphéðins Freys Ingasonar kom KR í 25-22 við lok hans. KR-ingar héldu síðan ágætu forskoti í öðrum leikhlutanum, komust mest níu stigum yfir og voru 54-46 yfir í hálfleik. KR-liðið komst í framhaldin mest ellefu stigum yfir í þriðja leikhlutanum en var 76-70 yfir við lok hans. Fjölnir endaði þriðja leikhlutann vel og hélt áfram að vinna upp forskot KR-inga í fjórða leikhlutanum. Fjölnismenn voru búnir að jafna leikinn í 91-91 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Þeir komust síðan yfir þegar 90 sekúndur voru eftir af leiknum og ennfremur í þriggja stiga forystu, 97-94, þegar aðeins hálf mínúta var eftir. Fjölnismenn héldu síðan út og tryggðu sér óvæntan sigur.Fjölnir-KR 100-96 (22-25, 24-29, 24-22, 30-20)Fjölnir: Calvin O'Neal 31/5 fráköst, Nathan Walkup 27/14 fráköst, Árni Ragnarsson 14/11 fráköst/3 varin skot, Trausti Eiríksson 8, Hjalti Vilhjálmsson 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 7/6 stoðsendingar, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4, Ægir Þór Steinarsson 1.KR: David Tairu 25/8 fráköst, Edward Lee Horton Jr. 24/7 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 16/5 fráköst, Finnur Atli Magnusson 11/8 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 6/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 5/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 3, Martin Hermannsson 2/4 fráköst, Ólafur Már Ægisson 2, Björn Kristjánsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum