Viðskipti innlent

Icelandair bætir við flugferðum til Washington

Icelandair hefur ákveðið að framlengja flugáætlun félagsins til Washington í haust og verður flogið til 16. október, en upphaflega var áætlað að fljúga til 13. september.

Í tilkynningu segir að þá hafi tíðnin verið aukin með því að fjölga úr fjórum flugum á viku í fimm flug á viku á tímabilinu frá 29. júní til 31. ágúst.

"Eftirspurnin í Washingtonflugið hefur verið góð og einhver sú sterkasta sem við höfum séð á nýrri flugleið í Norður-Ameríku, bæði hér á heimamarkaði og fyrir vestan. Markaðs- og kynningarstarf þar hefur gengið vel, m.a. í samstarfi við Iceland Naturally", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.

Í heild verða flogin 93 flug til/frá Washington á þessu ári, sem er 35% aukning frá því sem upphaflega var áætlað. Síðasta flugið verður farið eftir Iceland Airwaves helgina í október, en hátíðin er vel þekkt og vel sótt frá Washington svæðinu.  Árið 2012 er stefnt að því að lengja flugtímabilið og bæta við tíðni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×