Handbolti

Öruggur sigur Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Nordic Photos / Bongarts
Kiel vann í kvöld öruggan sigur á Lemgo á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, 33-26.

Aron Pálmarsson komst ekki á blað að þessu sinni en Kiel átti ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í kvöld. Liðið náði forystunni um miðbik fyrri hálfleiks og var með sex marka forystu, 18-12, þegar síðari hálfleikur hófst.

Filip Jicha fór mikinn í liði Kiel og skoraði ellefu mörk fyrir liðið en þjálfari þess er Alfreð Gíslason.

Kiel er í öðru sæti deildarinnar með 47 stig og er fimm stigum á eftir toppliði Hamburgar sem á leik til góða. Rhein-Neckar Löwen er svo í þriðja sæti með 45 stig en á einnig leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×