AGS svartsýnni á þróun atvinnuleysis en ASÍ og Hagstofan 12. apríl 2011 11:29 Í nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem birt var í gær reiknar sjóðurinn með svipaðri þróun og fram hefur komið í spám ASÍ og Hagstofunnar. Sjóðurinn er þó svartsýnni á þróun atvinnuleysis en bæði ASÍ og Hagstofan. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandbanka. Þar segir að AGS telur að landsframleiðsla muni að meðaltali vaxa um 4,4% í ríkjum heims í ár og svo um 4,5% á næsta ári. Telur sjóðurinn því horfurnar í heild sinni góðar og að efnahagsbatinn hafi styrkst, en þó getur hátt atvinnuleysisstig, sér í lagi í þróuðum ríkjum, og þróun á hrávöruverði sett strik í reikninginn. Reiknar AGS með að hagvöxtur verði að meðaltali um 2,4% í ár og 2,6% á næsta ári í þróaða hluta heimsins. Sýn AGS á hagþróun á Íslandi á árinu og því næsta liggur á svipuðum slóðum og nýlegar spár Hagstofunnar og hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ.). Þannig reiknar sjóðurinn með að landsframleiðsla muni vaxa um 2,3% í ár og 2,9% á næsta ári sem er það sama og Hagstofan spáir. Spá ASÍ hljóðar upp á 2,5% vöxt í ár og 2,1% á næsta ári. Jafnframt hefur spá hans lítið breyst frá því í janúar þegar hann reiknaði með 2,0% og 3,0% hagvexti á þessum árum, en á þeim tíma var reiknað með að samdrátturinn í fyrra hefði verið minni en nýjustu tölur Hagstofunnar gáfu til kynna, eða um 3,0% á móti 3,5%. Hvað verðbólgu varðar þá hefur AGS hækkað spá sína aðeins frá janúarspánni. Spáir sjóðurinn nú að verðbólgan verði að meðaltali um 2,6% á þessu og næsta ári, sem er lítið eitt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Í janúar hafði AGS reiknað með 2,4%-2,5% verðbólgu á þessu og næsta ári. Í samanburði við aðrar nýlegar spár er sýn AGS á verðbólguhorfur svipaðar og Hagstofunnar, sem reiknar með 2,6% verðbólgu í ár og 2,5% á næsta ári. ASÍ reiknar með 2,2% verðbólgu í ár en 3,0% á því næsta. Eins og oftast er raunin reiknar sjóðurinn með að verðbólgan verði meiri hér á landi en í flestum öðrum þróuðum ríkjum þar sem sjóðurinn reiknar með 2,2% verðbólgu að jafnaði í ár og 1,7% á næsta ári. AGS er svartsýnni núna á ástandið á vinnumarkaðinum hér á landi en hann var í janúar og þá einkum á næsta ár. Spáir sjóðurinn nú að atvinnuleysi verði að meðaltali 7,5% í ár sem er það sama og hann reiknaði með í janúar. Á hinn bóginn reiknar hann nú með meira atvinnuleysi á næsta ári en hann hafði reiknað með í janúar, eða um 6,5% á móti 5,8%. Er hann þar með nokkuð svartsýnni en bæði Hagstofan og ASÍ á ástandið á vinnumarkaðinum hér á landi. Spá Hagstofunnar hljóðaði upp á 7,3% atvinnuleysi í ár og 6,1% á því næsta og spá ASÍ upp á 7,4% atvinnuleysi í ár og 6,1% á því næsta. Í samanburði við önnur iðnríki reiknar hann með að atvinnuleysi hér á landi verði minna að jafnaði en annars staðar. Þannig reiknar hann með að atvinnuleysi í iðnríkjum heims verði 9,2% í ár og 8,9% á næsta ári. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Í nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem birt var í gær reiknar sjóðurinn með svipaðri þróun og fram hefur komið í spám ASÍ og Hagstofunnar. Sjóðurinn er þó svartsýnni á þróun atvinnuleysis en bæði ASÍ og Hagstofan. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandbanka. Þar segir að AGS telur að landsframleiðsla muni að meðaltali vaxa um 4,4% í ríkjum heims í ár og svo um 4,5% á næsta ári. Telur sjóðurinn því horfurnar í heild sinni góðar og að efnahagsbatinn hafi styrkst, en þó getur hátt atvinnuleysisstig, sér í lagi í þróuðum ríkjum, og þróun á hrávöruverði sett strik í reikninginn. Reiknar AGS með að hagvöxtur verði að meðaltali um 2,4% í ár og 2,6% á næsta ári í þróaða hluta heimsins. Sýn AGS á hagþróun á Íslandi á árinu og því næsta liggur á svipuðum slóðum og nýlegar spár Hagstofunnar og hagdeildar Alþýðusambands Íslands (ASÍ.). Þannig reiknar sjóðurinn með að landsframleiðsla muni vaxa um 2,3% í ár og 2,9% á næsta ári sem er það sama og Hagstofan spáir. Spá ASÍ hljóðar upp á 2,5% vöxt í ár og 2,1% á næsta ári. Jafnframt hefur spá hans lítið breyst frá því í janúar þegar hann reiknaði með 2,0% og 3,0% hagvexti á þessum árum, en á þeim tíma var reiknað með að samdrátturinn í fyrra hefði verið minni en nýjustu tölur Hagstofunnar gáfu til kynna, eða um 3,0% á móti 3,5%. Hvað verðbólgu varðar þá hefur AGS hækkað spá sína aðeins frá janúarspánni. Spáir sjóðurinn nú að verðbólgan verði að meðaltali um 2,6% á þessu og næsta ári, sem er lítið eitt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Í janúar hafði AGS reiknað með 2,4%-2,5% verðbólgu á þessu og næsta ári. Í samanburði við aðrar nýlegar spár er sýn AGS á verðbólguhorfur svipaðar og Hagstofunnar, sem reiknar með 2,6% verðbólgu í ár og 2,5% á næsta ári. ASÍ reiknar með 2,2% verðbólgu í ár en 3,0% á því næsta. Eins og oftast er raunin reiknar sjóðurinn með að verðbólgan verði meiri hér á landi en í flestum öðrum þróuðum ríkjum þar sem sjóðurinn reiknar með 2,2% verðbólgu að jafnaði í ár og 1,7% á næsta ári. AGS er svartsýnni núna á ástandið á vinnumarkaðinum hér á landi en hann var í janúar og þá einkum á næsta ár. Spáir sjóðurinn nú að atvinnuleysi verði að meðaltali 7,5% í ár sem er það sama og hann reiknaði með í janúar. Á hinn bóginn reiknar hann nú með meira atvinnuleysi á næsta ári en hann hafði reiknað með í janúar, eða um 6,5% á móti 5,8%. Er hann þar með nokkuð svartsýnni en bæði Hagstofan og ASÍ á ástandið á vinnumarkaðinum hér á landi. Spá Hagstofunnar hljóðaði upp á 7,3% atvinnuleysi í ár og 6,1% á því næsta og spá ASÍ upp á 7,4% atvinnuleysi í ár og 6,1% á því næsta. Í samanburði við önnur iðnríki reiknar hann með að atvinnuleysi hér á landi verði minna að jafnaði en annars staðar. Þannig reiknar hann með að atvinnuleysi í iðnríkjum heims verði 9,2% í ár og 8,9% á næsta ári.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira