Viðskipti innlent

Leigusamningum fjölgaði um 2,5% í mars

Heildarfjöldi leigusamninga samninga á landinu var 704 í mars síðastliðnum og fjölgar þeim um 2,5% frá febrúar  en fækkar um 10,1% frá mars 2010.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrá Íslands sem hefur tekið saman upplýsingar um fjölda þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði eftir landshlutum í mars 2011.

Hvað þróun milli síðustu tveggja mánaða varðar hefur leigusamningum fjölgað um 1% í Reykjavík og voru þeir 486 talsins í mars s.l. Mesta fjölgunin varð á Suðurnesjum eða 37%. Þar fjölgaði samningunum úr 62 í febrúar og í 85 í mars. Næstmest fjölgaði samningunum á Suðurlandi eða um 24% og voru þeir 52 talsins í mars.

Í öðrum landshlutum fækkaði leigusamningum eða fjöldi þeirra stóð í stað. Mesta fækkunin var á Norðurlandi eða 33%. Þar voru samningarnir 58 í febrúar og fækkaði í 39 í mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×