Árni Páll: Erfitt að afnema gjaldeyrishöft Hafsteinn Hauksson skrifar 13. mars 2011 20:25 Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra,segir að erfitt verði að afnema gjaldeyrishöft án þess að sett verði skýr markmið um upptöku evru. Búist var við nýrri áætlun um afnám gjaldeyrishafta á Íslandi fyrir lok febrúar, en birtingu hennar seinkar enn. Til stóð að ný áætlun stýrihóps um afnám gjaldeyrishafta yrði kynnt fyrir ríkisstjórninni fyrir helgi, og birt opinberlega í kjölfarið. Í síðustu endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var fullyrt að slík áætlun yrði kynnt fyrir febrúarlok, en nú er ljóst að enn verður bið eftir áætluninni. „Við þurfum bara aðeins lengri tíma til að fara yfir hin tæknilegu útfærsluatriði í málinu. Áætlunin verður kynnt eftir tvær vikur," segir Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra. Í ræðu á Iðnþingi í vikunni fullyrti Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, að erlendir fjárfestar hafi gefist upp á íslensku krónunni, og nýjan gjaldmiðil þurfi til að losna undan gjaldeyrishöftunum. Viðskiptaráðherra segir vantraust atvinnulífins á krónuna staðfestingu á erfiðri stöðu gjaldmiðilsins. „Við erum auðvitað bundin í gjaldeyrishöft og það er lítil tiltrú á krónuna. Það er markmið okkar að komast út úr gjaldeyrishöftum, en það er samdóma álit þeirra sem um hafa fjallað að erfitt sé að sjá fyrir sér krónu án nokkurar stuðningsumgjarðar," segir viðskiptaráðherra. Hann segir að Íslendingar þurfi að feta sig í átt að trúverðugri peningastefnu svo hægt sé að létta af höftum og búa til eðlilegt viðskiptaumhverfi í landinu. Hann segist frekar sjá slíka umgjörð fyrir sér með öðrum gjaldmiðli. „Það er enginn vafi á því að það er allt annað og auðveldara verk að létta af gjaldeyrishöftum ef stefnan er skýr á upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu." Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, lýsti þeirri hugmynd í fréttum Stöðvar 2 fyrr í ár, að hugsanlegt væri að taka upp evruna einhliða með því að leyfa hana einfaldlega sem lögeyri við hlið íslensku krónunnar, í stað þess að kasta krónunni í einu vetfangi. „Það er alltaf ákveðið flækjustig í kringum svona tvöfaldar aðferðir," segir Árni Páll um þá hugmynd. „Það að menn séu að velta fyrir sér svona leiðum sýnir ekki annað en það í hversu miklum ógöngum við erum með krónuna við núverandi aðstæður." Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Sjá meira
Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra,segir að erfitt verði að afnema gjaldeyrishöft án þess að sett verði skýr markmið um upptöku evru. Búist var við nýrri áætlun um afnám gjaldeyrishafta á Íslandi fyrir lok febrúar, en birtingu hennar seinkar enn. Til stóð að ný áætlun stýrihóps um afnám gjaldeyrishafta yrði kynnt fyrir ríkisstjórninni fyrir helgi, og birt opinberlega í kjölfarið. Í síðustu endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var fullyrt að slík áætlun yrði kynnt fyrir febrúarlok, en nú er ljóst að enn verður bið eftir áætluninni. „Við þurfum bara aðeins lengri tíma til að fara yfir hin tæknilegu útfærsluatriði í málinu. Áætlunin verður kynnt eftir tvær vikur," segir Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra. Í ræðu á Iðnþingi í vikunni fullyrti Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, að erlendir fjárfestar hafi gefist upp á íslensku krónunni, og nýjan gjaldmiðil þurfi til að losna undan gjaldeyrishöftunum. Viðskiptaráðherra segir vantraust atvinnulífins á krónuna staðfestingu á erfiðri stöðu gjaldmiðilsins. „Við erum auðvitað bundin í gjaldeyrishöft og það er lítil tiltrú á krónuna. Það er markmið okkar að komast út úr gjaldeyrishöftum, en það er samdóma álit þeirra sem um hafa fjallað að erfitt sé að sjá fyrir sér krónu án nokkurar stuðningsumgjarðar," segir viðskiptaráðherra. Hann segir að Íslendingar þurfi að feta sig í átt að trúverðugri peningastefnu svo hægt sé að létta af höftum og búa til eðlilegt viðskiptaumhverfi í landinu. Hann segist frekar sjá slíka umgjörð fyrir sér með öðrum gjaldmiðli. „Það er enginn vafi á því að það er allt annað og auðveldara verk að létta af gjaldeyrishöftum ef stefnan er skýr á upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu." Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, lýsti þeirri hugmynd í fréttum Stöðvar 2 fyrr í ár, að hugsanlegt væri að taka upp evruna einhliða með því að leyfa hana einfaldlega sem lögeyri við hlið íslensku krónunnar, í stað þess að kasta krónunni í einu vetfangi. „Það er alltaf ákveðið flækjustig í kringum svona tvöfaldar aðferðir," segir Árni Páll um þá hugmynd. „Það að menn séu að velta fyrir sér svona leiðum sýnir ekki annað en það í hversu miklum ógöngum við erum með krónuna við núverandi aðstæður."
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Sjá meira