Árni Páll: Erfitt að afnema gjaldeyrishöft Hafsteinn Hauksson skrifar 13. mars 2011 20:25 Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra,segir að erfitt verði að afnema gjaldeyrishöft án þess að sett verði skýr markmið um upptöku evru. Búist var við nýrri áætlun um afnám gjaldeyrishafta á Íslandi fyrir lok febrúar, en birtingu hennar seinkar enn. Til stóð að ný áætlun stýrihóps um afnám gjaldeyrishafta yrði kynnt fyrir ríkisstjórninni fyrir helgi, og birt opinberlega í kjölfarið. Í síðustu endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var fullyrt að slík áætlun yrði kynnt fyrir febrúarlok, en nú er ljóst að enn verður bið eftir áætluninni. „Við þurfum bara aðeins lengri tíma til að fara yfir hin tæknilegu útfærsluatriði í málinu. Áætlunin verður kynnt eftir tvær vikur," segir Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra. Í ræðu á Iðnþingi í vikunni fullyrti Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, að erlendir fjárfestar hafi gefist upp á íslensku krónunni, og nýjan gjaldmiðil þurfi til að losna undan gjaldeyrishöftunum. Viðskiptaráðherra segir vantraust atvinnulífins á krónuna staðfestingu á erfiðri stöðu gjaldmiðilsins. „Við erum auðvitað bundin í gjaldeyrishöft og það er lítil tiltrú á krónuna. Það er markmið okkar að komast út úr gjaldeyrishöftum, en það er samdóma álit þeirra sem um hafa fjallað að erfitt sé að sjá fyrir sér krónu án nokkurar stuðningsumgjarðar," segir viðskiptaráðherra. Hann segir að Íslendingar þurfi að feta sig í átt að trúverðugri peningastefnu svo hægt sé að létta af höftum og búa til eðlilegt viðskiptaumhverfi í landinu. Hann segist frekar sjá slíka umgjörð fyrir sér með öðrum gjaldmiðli. „Það er enginn vafi á því að það er allt annað og auðveldara verk að létta af gjaldeyrishöftum ef stefnan er skýr á upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu." Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, lýsti þeirri hugmynd í fréttum Stöðvar 2 fyrr í ár, að hugsanlegt væri að taka upp evruna einhliða með því að leyfa hana einfaldlega sem lögeyri við hlið íslensku krónunnar, í stað þess að kasta krónunni í einu vetfangi. „Það er alltaf ákveðið flækjustig í kringum svona tvöfaldar aðferðir," segir Árni Páll um þá hugmynd. „Það að menn séu að velta fyrir sér svona leiðum sýnir ekki annað en það í hversu miklum ógöngum við erum með krónuna við núverandi aðstæður." Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra,segir að erfitt verði að afnema gjaldeyrishöft án þess að sett verði skýr markmið um upptöku evru. Búist var við nýrri áætlun um afnám gjaldeyrishafta á Íslandi fyrir lok febrúar, en birtingu hennar seinkar enn. Til stóð að ný áætlun stýrihóps um afnám gjaldeyrishafta yrði kynnt fyrir ríkisstjórninni fyrir helgi, og birt opinberlega í kjölfarið. Í síðustu endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var fullyrt að slík áætlun yrði kynnt fyrir febrúarlok, en nú er ljóst að enn verður bið eftir áætluninni. „Við þurfum bara aðeins lengri tíma til að fara yfir hin tæknilegu útfærsluatriði í málinu. Áætlunin verður kynnt eftir tvær vikur," segir Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra. Í ræðu á Iðnþingi í vikunni fullyrti Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, að erlendir fjárfestar hafi gefist upp á íslensku krónunni, og nýjan gjaldmiðil þurfi til að losna undan gjaldeyrishöftunum. Viðskiptaráðherra segir vantraust atvinnulífins á krónuna staðfestingu á erfiðri stöðu gjaldmiðilsins. „Við erum auðvitað bundin í gjaldeyrishöft og það er lítil tiltrú á krónuna. Það er markmið okkar að komast út úr gjaldeyrishöftum, en það er samdóma álit þeirra sem um hafa fjallað að erfitt sé að sjá fyrir sér krónu án nokkurar stuðningsumgjarðar," segir viðskiptaráðherra. Hann segir að Íslendingar þurfi að feta sig í átt að trúverðugri peningastefnu svo hægt sé að létta af höftum og búa til eðlilegt viðskiptaumhverfi í landinu. Hann segist frekar sjá slíka umgjörð fyrir sér með öðrum gjaldmiðli. „Það er enginn vafi á því að það er allt annað og auðveldara verk að létta af gjaldeyrishöftum ef stefnan er skýr á upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu." Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum, lýsti þeirri hugmynd í fréttum Stöðvar 2 fyrr í ár, að hugsanlegt væri að taka upp evruna einhliða með því að leyfa hana einfaldlega sem lögeyri við hlið íslensku krónunnar, í stað þess að kasta krónunni í einu vetfangi. „Það er alltaf ákveðið flækjustig í kringum svona tvöfaldar aðferðir," segir Árni Páll um þá hugmynd. „Það að menn séu að velta fyrir sér svona leiðum sýnir ekki annað en það í hversu miklum ógöngum við erum með krónuna við núverandi aðstæður."
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira