Viðskipti innlent

Erlendir fjárfestar leggja 1,6 milljarð í lúxushótel

Mynd GVA.
Mynd GVA.
Erlendir fjárfestar, undir forystu Svíans Håkon Ydner, ætla að fjárfesta fyrir 10 milljónir evra eða rúmlega 1,6 milljarð kr. í lúxushóteli við Leirubakka skammt frá Heklu.

Þetta kemur fram á vefsíðunni invest.is. Þar segir að um sé að ræða fjögurra stjörnu hótel sem verður mjög vistvænt þar sem ætlunin er að orkan til að hita það og heita vatnið til þess komi frá jarðhitasvæðinu á Leirubökkum.

Þegar hótelið verður fullbúið verður það með 40 herbergi, sex svítur og ráðstefnusal fyrir yfir 100 manns. Auk þess verður bar og veitingastaður á hótelinu. Hótelið sem fyrir er mun bæta 14 tvöföldum herbergjum við aðstöðuna en þau eru einkum ætluð starfsfólki hins nýja hótels.

Fram kemur á vefsíðunni að innifalið í þessu verkefni er Heklusetur (Heklacenter) sem er vinsæll ferðamannastaður þar sem greint er frá sögu eldfjallsins í máli og myndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×