Mun fleiri karlmenn hafa orðið gjaldþrota 9. maí 2011 06:00 Mikill meirihluti þeirra einstaklinga sem verða gjaldþrota er karlmenn, samkvæmt nýjum tölum sem dómstólaráð tók saman fyrir Umboðsmann skuldara. Ríflega þrír af hverjum fjórum sem urðu gjaldþrota á síðasta ári eru karlmenn. Hlutfallið er svipað þegar meðaltal síðustu ellefu ára er skoðað. „Þótt maður vilji ekki vera með alhæfingar eru karlmenn áhættusæknari en konur,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Hún segir frekari upplýsingar um ástæðu þessa skorta, en það sé verðugt rannsóknarefni. Í samantekt dómsmálaráðs kemur fram að fjöldi gjaldþrota einstaklinga hefur á síðustu tveimur árum verið svipaður og á árunum 2006 og 2007. Alls voru 139 úrskurðaðir gjaldþrota á síðasta ári, og 112 árið áður. Það eru talsvert færri en á fyrri hluta síðasta áratugar. Árið 2000 voru 478 einstaklingar úrskurðaðir gjaldþrota, 298 ári síðar og 367 árið 2002. Fækkun gjaldþrotaúrskurða einstaklinga bendir til þess að úrræði stjórnvalda séu farin að hafa áhrif, eða í það minnsta að fólk sé í biðstöðu og sé ekki úrskurðað gjaldþrota á meðan. Ásta segir að þetta bendi eindregið til þess að möguleikinn á því að fá greiðsluaðlögun virki. „Gríðarlega margir hafa sótt um það úrræði, sem vissulega forðar fólki frá gjaldþroti,“ segir Ásta. Fólk sem óskar eftir greiðsluaðlögun kemst í skjól frá kröfuhöfum og fer ekki í gjaldþrot. Þetta leiðir mögulega til þess að kröfuhafar óska ekki eftir gjaldþrotaskiptum til að byrja með, segir Ásta. Stefán Ólafsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir stjórnvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða. „Hvergi í Evrópu er meira gert fyrir húsnæðiseigendur í skuldavanda,“ segir Stefán. Athygli vekur að karlmenn eru í miklum meirihluta þeirra sem verða gjaldþrota. Dómstólar úrskurða um gjaldþrot einstaklinga. Nærri helmingur gjaldþrotaúrskurða á búum einstaklinga frá árinu 2000 er frá Héraðsdómi Reykjavíkur, um 44 prósent. Ríflega fjórðungur er frá Héraðsdómi Reykjaness, samtals um 27 prósent. Mun færri úrskurðir koma frá öðrum dómstólum.brjann@frettabladid.is Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Mikill meirihluti þeirra einstaklinga sem verða gjaldþrota er karlmenn, samkvæmt nýjum tölum sem dómstólaráð tók saman fyrir Umboðsmann skuldara. Ríflega þrír af hverjum fjórum sem urðu gjaldþrota á síðasta ári eru karlmenn. Hlutfallið er svipað þegar meðaltal síðustu ellefu ára er skoðað. „Þótt maður vilji ekki vera með alhæfingar eru karlmenn áhættusæknari en konur,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Hún segir frekari upplýsingar um ástæðu þessa skorta, en það sé verðugt rannsóknarefni. Í samantekt dómsmálaráðs kemur fram að fjöldi gjaldþrota einstaklinga hefur á síðustu tveimur árum verið svipaður og á árunum 2006 og 2007. Alls voru 139 úrskurðaðir gjaldþrota á síðasta ári, og 112 árið áður. Það eru talsvert færri en á fyrri hluta síðasta áratugar. Árið 2000 voru 478 einstaklingar úrskurðaðir gjaldþrota, 298 ári síðar og 367 árið 2002. Fækkun gjaldþrotaúrskurða einstaklinga bendir til þess að úrræði stjórnvalda séu farin að hafa áhrif, eða í það minnsta að fólk sé í biðstöðu og sé ekki úrskurðað gjaldþrota á meðan. Ásta segir að þetta bendi eindregið til þess að möguleikinn á því að fá greiðsluaðlögun virki. „Gríðarlega margir hafa sótt um það úrræði, sem vissulega forðar fólki frá gjaldþroti,“ segir Ásta. Fólk sem óskar eftir greiðsluaðlögun kemst í skjól frá kröfuhöfum og fer ekki í gjaldþrot. Þetta leiðir mögulega til þess að kröfuhafar óska ekki eftir gjaldþrotaskiptum til að byrja með, segir Ásta. Stefán Ólafsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir stjórnvöld hafa gripið til ýmissa aðgerða. „Hvergi í Evrópu er meira gert fyrir húsnæðiseigendur í skuldavanda,“ segir Stefán. Athygli vekur að karlmenn eru í miklum meirihluta þeirra sem verða gjaldþrota. Dómstólar úrskurða um gjaldþrot einstaklinga. Nærri helmingur gjaldþrotaúrskurða á búum einstaklinga frá árinu 2000 er frá Héraðsdómi Reykjavíkur, um 44 prósent. Ríflega fjórðungur er frá Héraðsdómi Reykjaness, samtals um 27 prósent. Mun færri úrskurðir koma frá öðrum dómstólum.brjann@frettabladid.is
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira