Viðskipti innlent

Arion banki kaupir SPRON Factoring

Arion banki.
Arion banki.
Gengið hefur verið frá kaupum Arion banka á starfsemi SPRON Factoring. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki eftirlitsstofnanna.

SPRON Factoring er sérhæft félag á sviði kröfufjármögnunar. Samhliða kröfufjármögnuninni fer fram þjónusta tengd áhættustýringu kröfusafna, viðskiptamannabókhaldi og innheimtu.  Annar veigamikill þáttur í starfsemi félagsins er sala á greiðslufallstryggingum í samvinnu við erlend tryggingarfélög sérhæfð á þessu sviði.

Við kaup Arion banka á SPRON Factoring mun afar mikilvægur þáttur bætast við þjónustuframboð Arion banka samkvæmt tilkynningu frá bankanum.

Starfsemin verður fyrst um sinn áfram í núverandi húsnæði við Suðurlandsbraut 12.  Allir starfsmenn SPRON Factoring verða starfsmenn Arion banka og Hrönn Greipsdóttir núverandi framkvæmdastjóri SPRON Factoring mun áfram veita starfseminni forstöðu.

Kröfuþjónusta hentar útflutningsfyrirtækjum vel og eru kerfi SPRON Factoring sérstaklega hönnuð með þarfir þeirra í huga. Þá verður bankinn einnig vel í stakk búinn til að þjónusta stærri kröfusöfn á innanlandsmarkaði. Rafrænn aðgangur viðskiptavina að upplýsingum, uppgjörum og greiðslum, verður í gegnum vef Arion banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×