Viðskipti innlent

Afkoma Faxaflóahafna betri en áætlanir gerðu ráð fyrir

Myndin er af vefsíðu Faxaflóahafna.
Myndin er af vefsíðu Faxaflóahafna.
Afkoma Faxaflóahafna í fyrra var nokkru betri en ráð var gert fyrir í fjárhagsáætlun en Faxaflóahafnir skiluðu 270 milljón kr. hagnaði á árinu. Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkti ársreikning félagsins á fundi sínum fyrir helgi.

Fjallað er um málið á vefsíðu Faxaflóahafna. Þar segir að í ljósi almennrar óvissu um þróun efnahagsmála var stuðst við varfærna tekjuspá og sérstaks aðhalds gætt varðandi rekstrargjöld. Niðurstaðan er því vel viðunandi, en tekjur voru nokkuð umfram áætlun en rekstrarútgjöld nánast þau sem áætluð voru.   

Rekstrartekjur Faxaflóahafna í fyrra voru rúmir 2.3 milljarðar sem er 4,5% hækkun tekna á milli ára.  Tekjuspá í fjárhagsáætlun ársins var nokkru varlegri en í heild voru tekjur 82,8 milljónir kr. umfram áætlun eða 3,7%.

Rekstrargjöld Faxaflóahafna voru rúmir 2 milljarðar kr.og hækka að krónutölu á milli ára um 11.0 milljónir kr. eða um 0,5%.

Að teknu tilliti til fjármunaliða er rekstrarhagnaður ársins  alls 269,8 milljónir kr. sem er 138,8 milljónum kr. hagstæðari niðurstaða en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og 165,9 milljónum kr. hagstæðari niðurstaða en árið 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×