Viðskipti innlent

Allianz notaði villandi samanburð á lífeyristryggingum

Neytendastofa hefur úrskurðað að Allianz hafi brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að nota villandi samanburð á lífeyristryggingum Allianz söluumboðs og Sparnaðar / Bayern-Versicherung.

Sparnaður kvartaði til Neytendastofu yfir samanburði og útreikningi Allianz á kostnaði og ávinningi af viðbótarlífeyrissparnaði Allianz og Sparnaðar. Athugasemdir Sparnaðar snéru bæði að framsetningu samanburðarins sem og útreikningum Allianz..

Neytendastofa féllst á flestar athugasemdir Sparnaðar og telur samanburðinn villandi fyrir neytendur og að Allianz söluumboð hafi brotið gegn ákvæðum laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu í nokkrum liðum.

Neytendastofa sektaði Allianz árið 2009 fyrir brot á lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu vegna villandi samanburðar á ávöxtun viðbótalífeyrissparnaðar.


Tengdar fréttir

Allianz hyggst áfrýja úrskurði

Allianz hyggst áfrýja úrskurði Neytendastofu vegna samanburðar á vörum Allianz við vörur Sparnaðar. Neytendastofa taldi fyrirtækið hafa brotið gegn ákvæöum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að nota villandi samanburð á lífeyristryggingum Allianz og Sparnaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×