Landsliðið okkar lítur mjög vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2011 08:00 Björgvin Páll Gústavsson átti flottan leik í gær og fagnar hér ásamt nýkrýndum íþróttamanni ársins, Alexander Peterssyni. Fréttablaðið/Anton Íslenska landsliðið í handbolta hóf lokaundirbúning sinn fyrir HM í handbolta með frábærum sigri á Þjóðverjum í Laugardalshöllinni í gær. Liðið er komið í rétta gírinn sem eru frábærar fréttir enda vika í HM. Það mátti sjá aftur geðveikina í vörninni sem strákarnir hafa farið svo langt á undanfarin misseri og þá reif Björgvin Páll Gústavsson sig upp og sýndi hversu megnugur hann er í markinu. Ingimundur Ingimundarson og Sverre Jakobsson áttu báðir flottan leik í miðri vörninni. Ingimundur kórónaði síðan góða frammistöðu sína með því að skora þrjú glæsileg hraðaupphlaupsmörk. Íslenska liðið var 14-12 yfir í hálfleik eftir að hafa mest náð þriggja marka forskoti. Liðið byrjaði síðan seinni hálfleikinn frábærlega og náði um tíma fjögurra marka forskoti. Þjóðverjar nýttu sér einbeitingarleysi um miðjan hálfleikinn og komu muninum niður í eitt mark en íslenska liðið gaf þá aftur í og tryggði sér öruggan sigur. „Vörnin var hrikalega öflug og það var mikill munur á henni og í síðustu landsleikjum. Við erum að berjast eins og ljón og lítum vel út varnarlega séð," sagði Björgvin Páll. „Það var gott fyrir mig persónulega að það gekk vel í kvöld því ég átti ekki frábæran leik um daginn. Ég er mjög sáttur með minn leik í dag," sagði Björgvin sem varði 17 skot í leiknum. „Þetta lítur mjög vel út og hver sigur styrkir okkar sjálfstraust sem lið. Ég var sáttur við vörnina sem var grimm og gekk mjög vel. Það var góð hjálparvörn og lítið um taktísk mistök. Björgvin varði einhverja 15 til 20 bolta og ef við fáum einhverja fimmtán bolta frá honum í þessari keppni þá er ég sáttur," sagði Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði sem var markahæstur með sex mörk. Aron Pálmarsson stimplaði sig líka inn og lék stórt hlutverk bæði í sókn og vörn. Seinni leikur þjóðanna verður í Laugardalshöllinni klukkan 17.00 í kvöld og það verður síðasti leikurinn fyrir HM í Svíþjóð og kjörið tækifæri fyrir íslensku þjóðina að sýna sinn stuðning í verki með því að troðfylla Höllina. Liðið sýndi það í gær að það á ekkert annað skilið. Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Leik lokið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Melsungen tapaði toppslagnum Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta hóf lokaundirbúning sinn fyrir HM í handbolta með frábærum sigri á Þjóðverjum í Laugardalshöllinni í gær. Liðið er komið í rétta gírinn sem eru frábærar fréttir enda vika í HM. Það mátti sjá aftur geðveikina í vörninni sem strákarnir hafa farið svo langt á undanfarin misseri og þá reif Björgvin Páll Gústavsson sig upp og sýndi hversu megnugur hann er í markinu. Ingimundur Ingimundarson og Sverre Jakobsson áttu báðir flottan leik í miðri vörninni. Ingimundur kórónaði síðan góða frammistöðu sína með því að skora þrjú glæsileg hraðaupphlaupsmörk. Íslenska liðið var 14-12 yfir í hálfleik eftir að hafa mest náð þriggja marka forskoti. Liðið byrjaði síðan seinni hálfleikinn frábærlega og náði um tíma fjögurra marka forskoti. Þjóðverjar nýttu sér einbeitingarleysi um miðjan hálfleikinn og komu muninum niður í eitt mark en íslenska liðið gaf þá aftur í og tryggði sér öruggan sigur. „Vörnin var hrikalega öflug og það var mikill munur á henni og í síðustu landsleikjum. Við erum að berjast eins og ljón og lítum vel út varnarlega séð," sagði Björgvin Páll. „Það var gott fyrir mig persónulega að það gekk vel í kvöld því ég átti ekki frábæran leik um daginn. Ég er mjög sáttur með minn leik í dag," sagði Björgvin sem varði 17 skot í leiknum. „Þetta lítur mjög vel út og hver sigur styrkir okkar sjálfstraust sem lið. Ég var sáttur við vörnina sem var grimm og gekk mjög vel. Það var góð hjálparvörn og lítið um taktísk mistök. Björgvin varði einhverja 15 til 20 bolta og ef við fáum einhverja fimmtán bolta frá honum í þessari keppni þá er ég sáttur," sagði Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði sem var markahæstur með sex mörk. Aron Pálmarsson stimplaði sig líka inn og lék stórt hlutverk bæði í sókn og vörn. Seinni leikur þjóðanna verður í Laugardalshöllinni klukkan 17.00 í kvöld og það verður síðasti leikurinn fyrir HM í Svíþjóð og kjörið tækifæri fyrir íslensku þjóðina að sýna sinn stuðning í verki með því að troðfylla Höllina. Liðið sýndi það í gær að það á ekkert annað skilið.
Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Leik lokið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Melsungen tapaði toppslagnum Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Sjá meira