Handbolti

Jansen spilar ekki gegn Íslandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Torsten Jansen.
Torsten Jansen.
Vinstri hornamaðurinn Torsten Jansen mun ekki spila með Þýskalandi gegn Íslandi á morgun og laugardag. Heiner Brand landsliðsþjálfari er búinn að skera hópinn niður og Jansen komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Þjóðverjar eru þó vel settir í horninu með þá Uwe Gensheimer og Dominik Klein.

Stórskyttan Holger Glandorf er sagður vera á góðum batavegi og mun fá að spila í fyrsta skipti í mánuð í leikjunum gegn Íslandi.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 18.45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×