Viðskipti innlent

Viðsnúningur til hins betra í rekstri Spalar

Hagnaður Spalar ehf. eftir skatta fyrir rekstarárið sem lauk 31. mars 2011 nam kr. 37,1 milljónum kr. en tap var á rekstrinum árið áður sem nam 40,6 milljónum kr.

Í tilkynningu segir að hagnaður Spalar ehf.  eftir skatta á öðrum ársfjórðungi félagsins sem er 1. janúar 2011 til 31. mars 2011 nam 22,4 milljónum kr. Á sama tíma árið á undan nam hagnaður félagsins 13,5 milljónir kr.

Veggjald nam 375 milljónum kr. fyrstu 6 mánuði ársins til samanburðar við 356 milljónir kr. árið áður sem er 5,3% hækkun.

Rekstrarkostnaður Spalar ehf.  án afskrifta fyrstu 6 mánuði ársins nam 145 milljónir kr. og lækkar um tæpar 2 milljónir kr. frá árinu áður.

Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar, segir að umferð og tekjur séu að mestu leyti í samræmi við áætlanir þessa fyrstu 6 mánuði rekstrarársins. Talsverður samdráttur hefur orðið í umferð og þar með tekjum undanfarna 3 mánuði miðað við áætlanir og síðasta ár. Nokkuð ljóst er að núverandi rekstrarár verður lakara en áætlanir gerðu ráð fyrir að öllu óbreyttu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×