Þjóð í stálkápu Steinunn Stefánsdóttir skrifar 17. janúar 2011 06:00 Umræðan um samgöngumál hér á Íslandi hefur nánast alfarið snúist um vegakerfið. Einhvern veginn er það svo að í hugum flestra þá tekur hugtakið samgöngur fyrst og fremst til þess hversu greiðlega gengur að komast með einkabíl frá einum stað til annars, hvort heldur milli byggðarlaga og landshluta eða innan byggðarlaga. Og það auðvitað ekki furða í landi sem hefur einn stærsta flota einkabíla í heimi miðað við höfðatölu, það er að óvíða á byggðu bóli er færra fólk á hvern einkabíl en hér á landi. Almenningssamgöngur eiga verulega undir högg að sækja. Í raun má segja að í almenningssamgöngum sé vítahringur í gangi; lítil eftirspurn sem leiðir til stopulla ferða og hás verðs sem svo aftur leiðir til enn minni eftirspurnar o.s.frv. Þetta er háalvarleg þróun og ef svo heldur fram sem horfir þá blasir við samfélag þar sem almenningi er nánast ókleift að komast milli staða, hvort heldur sem er stuttar eða langar vegalengdir, án þess að hafa einkabíl til ráðstöfunar. Slík staða er ekki aðeins heldur fjandsamleg íbúum landsins heldur alsendis óforsvaranleg bæði út frá umhverfis- og skipulagssjónarmiði. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kveður á um að á kjörtímabilinu, sem er hálfnað eftir fáeina mánuði, eigi að vinna áætlun um sjálfbærar samgöngur í samvinnu við sveitarfélögin. Markmið þeirrar áætlunar er að draga úr þörf fyrir einkabíl. Stefnt er að því að almenningssamgöngur um allt land verði stórefldar auk þess sem fólki verði auðveldað að komast leiðar sinnar gangandi eða á reiðhjóli. Einnig eiga almenningssamgöngur að verða sjálfsagður hluti samgönguáætlunar. Í Innanríkisráðuneytinu hefur farið fram talsverð upplýsingasöfnun og framtíðarstefnumótun um almenningssamgöngur, meðal annars í tengslum við samgönguáætlun til tólf ára sem lögð verður fram í mars. Fram kemur í upplýsingum frá ráðuneytinu að nýting almenningssamgangna hafi aldrei verið jafn lítl og undanfarin ár; að í 26 af 36 styrktum rútuleiðum á landinu séu að jafnaði færri en þrír farþegar í hverri ferð og í tíu af þessum 36 leiðum sé að jafnaði innan við einn í hverri ferð. Nýting á styrktum flug- og ferjuleiðum er einnig langt undir flutningsgetu. Talið er að þessi lélega nýting skrifist meðal annars á skipulagsleysi og skort á samhæfingu milli leiða en að auki sé verð þjónustunnar svo hátt að einkabíll sé í mörgum tilvikum hreinlega vænlegri kostur en sá að nýta almenningssamgöngur. Síðasta aðgerð Reykjavíkurborgar varðandi strætó er síst til að rjúfa þann vítahring sem almenningsvagnar á höfuðborgarsvæðinu eru í. Stórleg hækkun stakra fargjalda fælir sérstaklega frá þá notendur sem vilja eiga kost á að nota strætó á móti einkabíl. Þetta bætist ofan á stöðuga fækkun ferða vagnanna. Til þess að snúa við blaðinu varðandi almenningssamgöngur á Íslandi þurfa ekki aðeins að koma til verulegar úrbætur á þessum samgöngum frá hendi stjórnvalda heldur einnig hugarfarsbreyting meðal almennings. Það er jú lítið vit í því að hver og einn borgari fari allra sinna ferða í yfirhöfn úr stáli sem bæði mengar með útblæstri og þekur nokkra fermetra. Slíkt getur ekki gengið til frambúðar. Það getur ekki verið þjóðphagslega hagkvæmt og umhverfið ber það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun
Umræðan um samgöngumál hér á Íslandi hefur nánast alfarið snúist um vegakerfið. Einhvern veginn er það svo að í hugum flestra þá tekur hugtakið samgöngur fyrst og fremst til þess hversu greiðlega gengur að komast með einkabíl frá einum stað til annars, hvort heldur milli byggðarlaga og landshluta eða innan byggðarlaga. Og það auðvitað ekki furða í landi sem hefur einn stærsta flota einkabíla í heimi miðað við höfðatölu, það er að óvíða á byggðu bóli er færra fólk á hvern einkabíl en hér á landi. Almenningssamgöngur eiga verulega undir högg að sækja. Í raun má segja að í almenningssamgöngum sé vítahringur í gangi; lítil eftirspurn sem leiðir til stopulla ferða og hás verðs sem svo aftur leiðir til enn minni eftirspurnar o.s.frv. Þetta er háalvarleg þróun og ef svo heldur fram sem horfir þá blasir við samfélag þar sem almenningi er nánast ókleift að komast milli staða, hvort heldur sem er stuttar eða langar vegalengdir, án þess að hafa einkabíl til ráðstöfunar. Slík staða er ekki aðeins heldur fjandsamleg íbúum landsins heldur alsendis óforsvaranleg bæði út frá umhverfis- og skipulagssjónarmiði. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kveður á um að á kjörtímabilinu, sem er hálfnað eftir fáeina mánuði, eigi að vinna áætlun um sjálfbærar samgöngur í samvinnu við sveitarfélögin. Markmið þeirrar áætlunar er að draga úr þörf fyrir einkabíl. Stefnt er að því að almenningssamgöngur um allt land verði stórefldar auk þess sem fólki verði auðveldað að komast leiðar sinnar gangandi eða á reiðhjóli. Einnig eiga almenningssamgöngur að verða sjálfsagður hluti samgönguáætlunar. Í Innanríkisráðuneytinu hefur farið fram talsverð upplýsingasöfnun og framtíðarstefnumótun um almenningssamgöngur, meðal annars í tengslum við samgönguáætlun til tólf ára sem lögð verður fram í mars. Fram kemur í upplýsingum frá ráðuneytinu að nýting almenningssamgangna hafi aldrei verið jafn lítl og undanfarin ár; að í 26 af 36 styrktum rútuleiðum á landinu séu að jafnaði færri en þrír farþegar í hverri ferð og í tíu af þessum 36 leiðum sé að jafnaði innan við einn í hverri ferð. Nýting á styrktum flug- og ferjuleiðum er einnig langt undir flutningsgetu. Talið er að þessi lélega nýting skrifist meðal annars á skipulagsleysi og skort á samhæfingu milli leiða en að auki sé verð þjónustunnar svo hátt að einkabíll sé í mörgum tilvikum hreinlega vænlegri kostur en sá að nýta almenningssamgöngur. Síðasta aðgerð Reykjavíkurborgar varðandi strætó er síst til að rjúfa þann vítahring sem almenningsvagnar á höfuðborgarsvæðinu eru í. Stórleg hækkun stakra fargjalda fælir sérstaklega frá þá notendur sem vilja eiga kost á að nota strætó á móti einkabíl. Þetta bætist ofan á stöðuga fækkun ferða vagnanna. Til þess að snúa við blaðinu varðandi almenningssamgöngur á Íslandi þurfa ekki aðeins að koma til verulegar úrbætur á þessum samgöngum frá hendi stjórnvalda heldur einnig hugarfarsbreyting meðal almennings. Það er jú lítið vit í því að hver og einn borgari fari allra sinna ferða í yfirhöfn úr stáli sem bæði mengar með útblæstri og þekur nokkra fermetra. Slíkt getur ekki gengið til frambúðar. Það getur ekki verið þjóðphagslega hagkvæmt og umhverfið ber það ekki.