Vilja nýjan gjaldmiðil til að losna undan höftunum 11. mars 2011 08:00 Helgi Magnússon Til að losna við gjaldeyrishöft að fullu þurfa Íslendingar væntanlega að taka upp annan gjaldmiðil, að mati Helga Magnússonar, formanns Samtaka iðnaðarins (SI). Það telur hann undirstrika mikilvægi þess að Íslendingar freisti þess af fullu afli að ná viðunandi samningum við Evrópusambandið. Þetta kom fram í ræðu Helga á Iðnþingi í gær. „Með hagstæðum samningum eigum við erindi í ESB. Annars ekki og þá þurfum við að halda áfram að hokra hér með þá íslensku krónu sem erlendir fjárfestar hafa nú gefist upp á – hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Helgi. Helgi sagði Íslendinga enn fasta í viðjum hrunsins; vonbrigðum, tortryggni og reiði. Of margir væru uppteknir af hatri og refsigleði sem torveldaði okkur að komast úr sporunum. Nokkur fyrirtæki hefðu þó náð alla leið í harðri alþjóðlegri samkeppni, sem væri vel af sér vikið. Nefndi hann Össur og Marel sem dæmi. „Því sárara er það fyrir þau og aðra í atvinnulífinu að upplifa að sú umgjörð sem stjórnvöld búa okkur er óviðunandi,“ segir Helgi. „Þegar við segjum það, erum við gjarnan vænd um þröng flokkspólitísk viðhorf, andúð í garð ráðandi afla eða enn furðulegri hvatir,“ sagði hann. Hins vegar hefði málflutningur samtakanna fengið stoð í orðum stjórnarformanns Össurar í viðtali í Fréttablaðinu um síðustu helgi. Hann gagnrýndi hversu erfitt væri að reka alþjóðlegt fyrirtæki á Íslandi. Þá sagði hann að Íslendingar þyrftu að hætta að verða sér til minnkunar á alþjóðlegum vettvangi með því að hóta þjóðnýtingu lögmætra erlendra fjárfestinga að hætti Bólivíu og Ekvador. Í ræðu sinni á þinginu vék Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI, að stöðu nýsköpunarfyrirtækja. Hann fagnaði lögum um eflingu nýsköpunarfyrirtækja frá síðasta ári, og sagði þau styrkja samkeppnishæfi Íslands í þróun og nýsköpun. Orri segir þó að því miður hafi hluti þeirra laga, sem laut að skattaafslætti vegna fjárfestinga í nýsköpunarfyrirtækjum, verið felldur úr gildi síðar, vegna athugasemda frá ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. „Ég vona að sá hluti komi aftur til framkvæmda í ár,“ segir Orri í samtali við Fréttablaðið. stigur@frettabladid.is, thorgils@frettabladid.is Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Til að losna við gjaldeyrishöft að fullu þurfa Íslendingar væntanlega að taka upp annan gjaldmiðil, að mati Helga Magnússonar, formanns Samtaka iðnaðarins (SI). Það telur hann undirstrika mikilvægi þess að Íslendingar freisti þess af fullu afli að ná viðunandi samningum við Evrópusambandið. Þetta kom fram í ræðu Helga á Iðnþingi í gær. „Með hagstæðum samningum eigum við erindi í ESB. Annars ekki og þá þurfum við að halda áfram að hokra hér með þá íslensku krónu sem erlendir fjárfestar hafa nú gefist upp á – hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Helgi. Helgi sagði Íslendinga enn fasta í viðjum hrunsins; vonbrigðum, tortryggni og reiði. Of margir væru uppteknir af hatri og refsigleði sem torveldaði okkur að komast úr sporunum. Nokkur fyrirtæki hefðu þó náð alla leið í harðri alþjóðlegri samkeppni, sem væri vel af sér vikið. Nefndi hann Össur og Marel sem dæmi. „Því sárara er það fyrir þau og aðra í atvinnulífinu að upplifa að sú umgjörð sem stjórnvöld búa okkur er óviðunandi,“ segir Helgi. „Þegar við segjum það, erum við gjarnan vænd um þröng flokkspólitísk viðhorf, andúð í garð ráðandi afla eða enn furðulegri hvatir,“ sagði hann. Hins vegar hefði málflutningur samtakanna fengið stoð í orðum stjórnarformanns Össurar í viðtali í Fréttablaðinu um síðustu helgi. Hann gagnrýndi hversu erfitt væri að reka alþjóðlegt fyrirtæki á Íslandi. Þá sagði hann að Íslendingar þyrftu að hætta að verða sér til minnkunar á alþjóðlegum vettvangi með því að hóta þjóðnýtingu lögmætra erlendra fjárfestinga að hætti Bólivíu og Ekvador. Í ræðu sinni á þinginu vék Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI, að stöðu nýsköpunarfyrirtækja. Hann fagnaði lögum um eflingu nýsköpunarfyrirtækja frá síðasta ári, og sagði þau styrkja samkeppnishæfi Íslands í þróun og nýsköpun. Orri segir þó að því miður hafi hluti þeirra laga, sem laut að skattaafslætti vegna fjárfestinga í nýsköpunarfyrirtækjum, verið felldur úr gildi síðar, vegna athugasemda frá ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. „Ég vona að sá hluti komi aftur til framkvæmda í ár,“ segir Orri í samtali við Fréttablaðið. stigur@frettabladid.is, thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent