Viðskipti innlent

Mikill áhugi á ríkisvíxlum

Mikill áhugi var á ríkisvíxlum í útboði hjá Lánamálum ríkisins í morgun. Alls seldust ríkisvíxlar í tveimur flokkum fyrir tæplega 20 milljarða kr. Vaxtakjörin voru mjög hagstæð fyrir ríkissjóð eða 3% flatir vextir í öðrum flokknum og 3,10% í hinum.

Í tilkynningu segir að utboðinu var þannig háttað að öll samþykkt tilboð buðust bjóðendum á sama verði. Lægsta samþykkta verð (hæsta ávöxtunarkrafa) ákvarðaði söluverðið. Vaxtaprósenta er reiknuð út miðað við flata vexti og dagar taldir sem raundagar miðað við 360 daga ár.

Helstu niðurstöður útboðsins eru þessar:

RIKV 11 0615:

Alls bárust 17 gild tilboð í flokkinn að fjárhæð 8.441 milljónir kr. að nafnverði. Tilboðum var tekið fyrir 7.241 milljónir kr. að nafnverði á verðinu 99,239 (flatir vextir 3,00%).

RIKV 11 0915:

Alls bárust 21 gild tilboð í flokkinn að fjárhæð 11.111 milljónir kr. að nafnverði. Tilboðum var tekið fyrir 9.061 milljónir kr. að nafnverði á verðinu 98,440 (flatir vextir 3,10%).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×