Viðskipti innlent

Lægstu útlánavextir ÍLS í fimm ár

Útlánavextir Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á íbúðalánum hafa ekki verið lægri í fimm ár eða síðan í apríl árið 2006. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um ákvörðun ÍLS í morgun að lækka vextina.

Í morgun tilkynnti ÍLS að vextir á útlánum sjóðsins hefðu verið lækkaðir um 0,10 prósentur. Eru vextir á íbúðalánum með uppgreiðsluákvæði nú 4,4% og vextir á lánum án uppgreiðsluákvæðis 4,9%. Er það í fyrsta sinn síðan í febrúar í fyrra sem vextir sjóðsins eru lækkaðir.

Vextir á lánum með uppgreiðsluákvæði hafa ekki verið svo lágir síðan í apríl árið 2006, en vextir á lánum án uppgreiðsluákvæðis voru síðast undir núverandi vaxtastigi í júlí það ár.

„Hæst fóru þessir vextir í 5,50% / 5,75% á fyrsta fjórðungi ársins 2008. Kjör lántakenda ÍLS hafa því batnað talsvert undanfarin 3 ár, þótt að okkar mati sé ljóst að leiðin frá stýrivöxtum Seðlabankans til kjara á langtímalánum almennings er lengri og slitróttari en víðast í nágrannalöndunum,“ segir í Morgunkorninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×