Eigið fé Strætó jákvætt í fyrsta sinn síðan 2004 11. mars 2011 13:56 Samkvæmt ársreikningi síðasta árs er eigið fé Strætó bs. nú orðið jákvætt um rúmar 188 milljónir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem eigið fé byggðasamlagsins er jákvætt síðan árið 2004. Í tilkynningu segir að frá árinu 2007 hefur markvisst verið unnið að því að koma rekstri Strætó á réttan kjöl eftir mikinn hallarekstur árin á undan og hefur það gengið eftir, bæði með auknu stofnframlagi sveitarfélaganna sem og miklu aðhaldi í rekstri. Heildarvelta Strætó bs. var tæpar 3.580 milljónir króna á síðasta ári. Rekstrarafgangur ársins var rúmar 340 milljónir króna og skýrist hann einkum af lægri kostnaði við fjármagnsliði vegna gengis krónunnar, aðhaldi í rekstri og auknum fargjaldatekjum. Framlög sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til rekstursins í fyrra voru tæpir 2,7 milljarðar króna en gert er ráð fyrir að þau skerðist um rúmlega 5% á þessu ári. Áætlanir Strætó bs. gera ráð fyrir að rekstur félagsins verði í jafnvægi 2011. Frá árslokum 2008 hefur eigið fé aukist úr því að vera neikvætt um 658 milljónir og í að vera jákvætt um 188 milljónir króna við árslok 2010. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að þar með sé þungu fargi létt af starfsemi félagsins. „Lögum samkvæmt ber okkur að vera með jákvætt eigið fé og því er afar mikilvægt fyrir félagið að vera loksins komið í þessa stöðu. Þetta þýðir að við getum betur brugðist við núverandi rekstrarumhverfi, sem er síður en svo hagstætt. Við þurfum m.a. að bregðast við lækkun á framlögum sveitarfélaganna og takast á við mikla óvissu í efnahags- og rekstrarumhverfi og nægir að nefna hækkandi olíuverð í því sambandi,“ segir Reynir í tilkynningunni. Reynir segir að þrátt fyrir bætta stöðu Strætó bs. þurfi að greiða áfram niður skuldir. Áætlanir geri ráð fyrir að fyrirtækið verði skuldlaust innan fimm ára. „Styrkari staða eigin fjár og lækkandi skuldir þýða að við verðum betur í stakk búin til að bregðast við í erfiðu árferði en getum um leið unnið að endurnýjun vagnakosts Strætó bs., eflingu þjónustunnar og bætt gæði hennar til lengri tíma litið án skuldasöfnunar. Það hlýtur að vera markmið okkar allra,“ segir hann. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Samkvæmt ársreikningi síðasta árs er eigið fé Strætó bs. nú orðið jákvætt um rúmar 188 milljónir króna. Þetta er í fyrsta sinn sem eigið fé byggðasamlagsins er jákvætt síðan árið 2004. Í tilkynningu segir að frá árinu 2007 hefur markvisst verið unnið að því að koma rekstri Strætó á réttan kjöl eftir mikinn hallarekstur árin á undan og hefur það gengið eftir, bæði með auknu stofnframlagi sveitarfélaganna sem og miklu aðhaldi í rekstri. Heildarvelta Strætó bs. var tæpar 3.580 milljónir króna á síðasta ári. Rekstrarafgangur ársins var rúmar 340 milljónir króna og skýrist hann einkum af lægri kostnaði við fjármagnsliði vegna gengis krónunnar, aðhaldi í rekstri og auknum fargjaldatekjum. Framlög sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til rekstursins í fyrra voru tæpir 2,7 milljarðar króna en gert er ráð fyrir að þau skerðist um rúmlega 5% á þessu ári. Áætlanir Strætó bs. gera ráð fyrir að rekstur félagsins verði í jafnvægi 2011. Frá árslokum 2008 hefur eigið fé aukist úr því að vera neikvætt um 658 milljónir og í að vera jákvætt um 188 milljónir króna við árslok 2010. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að þar með sé þungu fargi létt af starfsemi félagsins. „Lögum samkvæmt ber okkur að vera með jákvætt eigið fé og því er afar mikilvægt fyrir félagið að vera loksins komið í þessa stöðu. Þetta þýðir að við getum betur brugðist við núverandi rekstrarumhverfi, sem er síður en svo hagstætt. Við þurfum m.a. að bregðast við lækkun á framlögum sveitarfélaganna og takast á við mikla óvissu í efnahags- og rekstrarumhverfi og nægir að nefna hækkandi olíuverð í því sambandi,“ segir Reynir í tilkynningunni. Reynir segir að þrátt fyrir bætta stöðu Strætó bs. þurfi að greiða áfram niður skuldir. Áætlanir geri ráð fyrir að fyrirtækið verði skuldlaust innan fimm ára. „Styrkari staða eigin fjár og lækkandi skuldir þýða að við verðum betur í stakk búin til að bregðast við í erfiðu árferði en getum um leið unnið að endurnýjun vagnakosts Strætó bs., eflingu þjónustunnar og bætt gæði hennar til lengri tíma litið án skuldasöfnunar. Það hlýtur að vera markmið okkar allra,“ segir hann.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent