Handbolti

Füchse vantar eitt stig í viðbót til að komast í Meistaradeildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin.
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin unnu öruggan níu marka sigur á HSG Wetzlar, 26-17, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Füchse-liðinu vantar því aðeins eitt stig til viðbótar til þess að tryggja sér þriðja sætið í deildinni og þar með öruggt sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Alexander Petersson skoraði tvö mörk fyrir Füchse Berlin í dag en Konrad Wilczynski var markahæstur með 7 mörk. Kári Kristjánsson skoraði 4 mörk fyrir Wetzlar og var markahæstur í liðinu ásamt Adnan Harmandic.

Rhein-Neckar Löwen er í fjórða sætinu, tveimur stigum á eftir Füchse Berlin, en fjórða sætið gefur aðeins sæti í umspili um sæti í Meistaradeildinni. Füchse Berlin er með jafnmörg stig og Kiel sem er í 2. sæti en er með lakari stöðu í innbyrðisviðureignum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×