Ísland á möguleika á að fara í léttasta riðilinn í forkeppni ÓL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2011 10:15 Aron Pálmarsson í leiknum gegn Frakklandi í gær. Mynd/Valli Nú þegar ljóst er að Ísland er með öruggt sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í Lundúnum árið 2012 er rétt að skoða í hvaða riðlil Ísland á möguleika á að spila í. Alls keppa tólf lið í handbolta á Ólympíuleikunum. Ellefu þeirra verða að vinna sér inn þátttökurétt en gestgjafarnir, Bretland, fá sinn sjálfkrafa. Heimsmeistararnir og þar að auki fjórir álfumeistarar (Evrópu, Asíu, Afríku og Ameríku) fá þátttökurétt til mótinu. Það þýðir að eftir standa sex sæti sem keppt verður um í áðurnefndri forkeppni. Í forkeppnina komast tólf lið - þar af þau sex lið sem verða í 2.-7. sæti á HM í Svíþjóð. Ísland spilar um 5.-6. sætið og er því með öruggt sæti þar. En nú er spurning í hvaða riðli Ísland lendir í forkeppninni því þeir eru mismunandi erfiðir. Hérna má sjá hvernig liðin tólf raðast í þrjá riðla í forkeppninni: Riðill 1:2. sæti á HM 7. sæti á HMEvrópuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á EM 2012 í Serbíu af þeim sem ekki tryggðu sér sæti í forkeppni ÓL á HM 2011.Afríkuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á Afríkumótinu 2011.Riðill 2:3. sæti á HM 6. sæti á HM Ameríkuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á Ameríkumótinu 2011.Evrópuþjóð - sú þjóð sem nær þriðja besta árangri á EM 2012 í Serbíu af þeim sem ekki tryggðu sér sæti í forkeppni ÓL á HM 2011.Riðill 3: 4. sæti á HM 5. sæti á HM Asíuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á Asíumótinu 2011.Ameríkuþjóð - sú þjóð sem nær þriðja besta árangri á Ameríkumótinu 2011. Augljóst er á þessu að auðveldasti riðillinn í undankeppninni er sá þriðji. Hann er sá eini sem ekki er með þremur Evrópuþjóðum. Ísland mun á föstudaginn spila við 5.-6. sætið á HM þegar liðið mætir Króatíu. Það er því mikið að vinna í þessum leik þar sem að talsvert auðveldari riðill í forkeppni ÓL bíður liðinu sem lendir í fimmta sæti. Hins vegar er rétt að nefna eitt til viðbótar. Ef ske kynni að Ísland myndi tapa fyrir Króatíu og enda í sjötta sæti á HM í Svíþjóð gæti samt verið möguleiki á því að komast í riðil 3. Ef eitt af liðunum sem lenda í 2.-5. sæti á HM í Svíþjóð verður svo Evrópumeistari í Serbíu á næsta ári fær viðkomandi sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum og þarf því ekki að taka þátt í forkeppninni. Liðin sem urðu í næstu sætum á eftir viðkomandi liði á HM í Svíþjóð myndu því færast upp um eitt sæti. Semsagt - Ísland myndi því „færast upp" í fimmta sætið. Það er eitt sem viðbótar sem gæti haft áhrif á þessa niðurröðun. Ef sama lið verður heimsmeistari nú í Svíþjóð og svo Evrópumeistari í Serbíu á næsta ári fær liðið sem hlýtur silfur á EM 2012 sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum. Ef það lið var þegar búið að tryggja sér sæti í forkeppninni færast önnur lið upp um eitt sæti. Forkeppnin sjálf fer fram í apríl á næsta ári en það mun ekki verða endanlega ljóst hvernig riðlarnir verða skipaðir fyrr en eftir EM í Serbíu á næsta ári. Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira
Nú þegar ljóst er að Ísland er með öruggt sæti í forkeppni Ólympíuleikanna í Lundúnum árið 2012 er rétt að skoða í hvaða riðlil Ísland á möguleika á að spila í. Alls keppa tólf lið í handbolta á Ólympíuleikunum. Ellefu þeirra verða að vinna sér inn þátttökurétt en gestgjafarnir, Bretland, fá sinn sjálfkrafa. Heimsmeistararnir og þar að auki fjórir álfumeistarar (Evrópu, Asíu, Afríku og Ameríku) fá þátttökurétt til mótinu. Það þýðir að eftir standa sex sæti sem keppt verður um í áðurnefndri forkeppni. Í forkeppnina komast tólf lið - þar af þau sex lið sem verða í 2.-7. sæti á HM í Svíþjóð. Ísland spilar um 5.-6. sætið og er því með öruggt sæti þar. En nú er spurning í hvaða riðli Ísland lendir í forkeppninni því þeir eru mismunandi erfiðir. Hérna má sjá hvernig liðin tólf raðast í þrjá riðla í forkeppninni: Riðill 1:2. sæti á HM 7. sæti á HMEvrópuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á EM 2012 í Serbíu af þeim sem ekki tryggðu sér sæti í forkeppni ÓL á HM 2011.Afríkuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á Afríkumótinu 2011.Riðill 2:3. sæti á HM 6. sæti á HM Ameríkuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á Ameríkumótinu 2011.Evrópuþjóð - sú þjóð sem nær þriðja besta árangri á EM 2012 í Serbíu af þeim sem ekki tryggðu sér sæti í forkeppni ÓL á HM 2011.Riðill 3: 4. sæti á HM 5. sæti á HM Asíuþjóð - sú þjóð sem nær næstbestum árangri á Asíumótinu 2011.Ameríkuþjóð - sú þjóð sem nær þriðja besta árangri á Ameríkumótinu 2011. Augljóst er á þessu að auðveldasti riðillinn í undankeppninni er sá þriðji. Hann er sá eini sem ekki er með þremur Evrópuþjóðum. Ísland mun á föstudaginn spila við 5.-6. sætið á HM þegar liðið mætir Króatíu. Það er því mikið að vinna í þessum leik þar sem að talsvert auðveldari riðill í forkeppni ÓL bíður liðinu sem lendir í fimmta sæti. Hins vegar er rétt að nefna eitt til viðbótar. Ef ske kynni að Ísland myndi tapa fyrir Króatíu og enda í sjötta sæti á HM í Svíþjóð gæti samt verið möguleiki á því að komast í riðil 3. Ef eitt af liðunum sem lenda í 2.-5. sæti á HM í Svíþjóð verður svo Evrópumeistari í Serbíu á næsta ári fær viðkomandi sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum og þarf því ekki að taka þátt í forkeppninni. Liðin sem urðu í næstu sætum á eftir viðkomandi liði á HM í Svíþjóð myndu því færast upp um eitt sæti. Semsagt - Ísland myndi því „færast upp" í fimmta sætið. Það er eitt sem viðbótar sem gæti haft áhrif á þessa niðurröðun. Ef sama lið verður heimsmeistari nú í Svíþjóð og svo Evrópumeistari í Serbíu á næsta ári fær liðið sem hlýtur silfur á EM 2012 sjálfkrafa þátttökurétt á Ólympíuleikunum. Ef það lið var þegar búið að tryggja sér sæti í forkeppninni færast önnur lið upp um eitt sæti. Forkeppnin sjálf fer fram í apríl á næsta ári en það mun ekki verða endanlega ljóst hvernig riðlarnir verða skipaðir fyrr en eftir EM í Serbíu á næsta ári.
Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Sjá meira