Viðskipti innlent

Spá gengishækkun hlutabréfa hjá Marel

Gert er ráð fyrir góðu ári hjá Marel.
Gert er ráð fyrir góðu ári hjá Marel.
Fyrsti ársfjórðungur var góður hjá Marel og má gera ráð fyrir að hagnaður félagsins nemi 240 milljónum evra í ár, jafnvirði 39 milljarða króna. Sölutekjur gætu numið 611,2 milljónum evra, sem er fimm prósenta aukning á milli ára.

Í nýju verðmati greiningarfyrirtækisins IFS er gert ráð fyrir að gengi hlutabréfa fyrirtækisins fari í 0,82 evrur, 133 krónur á hlut. Það er rúmlega fimm prósenta hækkun frá síðasta verðmati IFS í mars en 3,9 prósenta hækkun frá verði gærdagsins.

Uppgjör Marels verður birt í dag.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×