Fréttaskýring: Hótelherbergjum hefur fjölgað um 80 prósent 2. mars 2011 20:00 Erna Hauksdóttir MYND/Anton Árið 2000 voru í boði 1.489 hótelherbergi á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum í Reykjavík, samkvæmt tölum Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Árið 2010 voru herbergin svo orðin 2.686 og hafði fjölgað um 80 prósent. Enn er svo von á aukningu í ár. Þannig er verið að breyta fyrrum húsnæði kexverksmiðjunar Fróns við Skúlagötu í gistiheimilið Kex Hostel. Þar á að bjóða upp á ódýra gistingu og vera hægt að hýsa allt að 150 gesti. Stefnt er á að opna Kex fyrir sumarið. Sömuleiðis er stefnt að því að opna í vor nýtt 30 herbergja hótel við Austurstræti 6 í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá GP arkítektum sem annast breytingar á húsnæðinu. Er þörf fyrir þetta allt?Þá eru fleiri hótel í smíðum. Þannig er áætlað að við Mjölnisholt verði opnað 69 herbergja hótel, en ekki liggur fyrir hvenær. Icelandair ætlar svo vorið 2012 að opna 111 herbergja hótel Marina við höfnina í Reykjavík, Mýrargötu 2 til 8. Að auki hefur verið áætlað að rísi fjögurra til fimm stjörnu hótel við Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík. Upphaflega var áætlað að hótelið, sem átti að vera nálægt 250 herbergjum að stærð, risi árið 2013. Koma verður í ljós hvort sú áætlun stenst, því ekki hefur enn verið gengið frá fjármögnun eða samningum um rekstur á hótelinu. Síðan vaknar spurningin hvort þörf sé fyrir allt þetta hótelrými í borginni. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF, hefur haldið utan um tölur um herbergjaframboð í Reykjavík, en tölur hennar um þá þróun má sjá hér að neðan. Þar kemur fram að frá því um 2000 hefur framboð á þriggja stjörnu hótelrými tvöfaldast og framboð á fjögurra stjörnu hótelum aukist um 55 prósent. Alls er þetta 80 prósenta aukning hótelrýmis á tíu árum. Tölur Hagstofunnar sýna hins vegar að frá hruni hefur gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkað. Erna bendir á að herbergjanýting á hótelum hafi farið úr 69 prósentum niður fyrir 55 prósent á ársvísu. „Ein skýring á þessu er hve búið var að byggja gífurlega mikið af íbúðum fyrir hrun sem síðan var bara skellt út á markaðinn," segir hún. „Þetta hefur auðvitað áhrif." SAF birti nýverið gögn um umfang framboðs gistingar án tilskilinna leyfa á höfuðborgarsvæðinu. Þar kom fram að á svæðinu væru í boði yfir 12 hundruð rúm án leyfa, en er þá bæði horft til gistiheimila án starfsleyfa og heimagistingar. Þurfum að geta tekið á mótiErna segir hins vegar erfitt að segja til um hvort útlit sé fyrir offjárfestingu í gistirými í borginni. „Hverju nýju gistirými fylgir náttúrlega heilmikil markaðssetning," segir hún og bendir á að ef laða eigi til landsins stóraukinn fjölda ferðamanna, líkt og spár gera ráð fyrir, verði gisting að vera til staðar. „Þetta er svona spurning um hvað kemur á undan, hænan eða eggið." Spilar þá væntanlega líka inn í þróun framboðs gistirýmis hver verður framgangur efnahagsbata landsins, því með auknum bata gæti dregið úr framboði á „svartri" gistingu. Í gögnum SAF kemur hins vegar fram að umfang gistirýmis án starfsleyfa á höfuðborgarsvæðinu jafnist á við tvö 300 herbergja hótel. „Það er mikilvægt að ljóst sé á hverjum tíma hvert framboð gistirýmis sé en grunur hefur leikið á að mikið sé um gististaði án starfsleyfa," segir í umfjöllun SAF, en ráðist var í samantekt á framboðinu þar sem þær upplýsingar var hvergi að finna hjá opinberum stofnunum. Ástæðan er sögð þríþætt, vegna samkeppnismála, öryggismála og til að tryggja réttar hagtölur. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Árið 2000 voru í boði 1.489 hótelherbergi á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum í Reykjavík, samkvæmt tölum Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Árið 2010 voru herbergin svo orðin 2.686 og hafði fjölgað um 80 prósent. Enn er svo von á aukningu í ár. Þannig er verið að breyta fyrrum húsnæði kexverksmiðjunar Fróns við Skúlagötu í gistiheimilið Kex Hostel. Þar á að bjóða upp á ódýra gistingu og vera hægt að hýsa allt að 150 gesti. Stefnt er á að opna Kex fyrir sumarið. Sömuleiðis er stefnt að því að opna í vor nýtt 30 herbergja hótel við Austurstræti 6 í Reykjavík, samkvæmt upplýsingum frá GP arkítektum sem annast breytingar á húsnæðinu. Er þörf fyrir þetta allt?Þá eru fleiri hótel í smíðum. Þannig er áætlað að við Mjölnisholt verði opnað 69 herbergja hótel, en ekki liggur fyrir hvenær. Icelandair ætlar svo vorið 2012 að opna 111 herbergja hótel Marina við höfnina í Reykjavík, Mýrargötu 2 til 8. Að auki hefur verið áætlað að rísi fjögurra til fimm stjörnu hótel við Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík. Upphaflega var áætlað að hótelið, sem átti að vera nálægt 250 herbergjum að stærð, risi árið 2013. Koma verður í ljós hvort sú áætlun stenst, því ekki hefur enn verið gengið frá fjármögnun eða samningum um rekstur á hótelinu. Síðan vaknar spurningin hvort þörf sé fyrir allt þetta hótelrými í borginni. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF, hefur haldið utan um tölur um herbergjaframboð í Reykjavík, en tölur hennar um þá þróun má sjá hér að neðan. Þar kemur fram að frá því um 2000 hefur framboð á þriggja stjörnu hótelrými tvöfaldast og framboð á fjögurra stjörnu hótelum aukist um 55 prósent. Alls er þetta 80 prósenta aukning hótelrýmis á tíu árum. Tölur Hagstofunnar sýna hins vegar að frá hruni hefur gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkað. Erna bendir á að herbergjanýting á hótelum hafi farið úr 69 prósentum niður fyrir 55 prósent á ársvísu. „Ein skýring á þessu er hve búið var að byggja gífurlega mikið af íbúðum fyrir hrun sem síðan var bara skellt út á markaðinn," segir hún. „Þetta hefur auðvitað áhrif." SAF birti nýverið gögn um umfang framboðs gistingar án tilskilinna leyfa á höfuðborgarsvæðinu. Þar kom fram að á svæðinu væru í boði yfir 12 hundruð rúm án leyfa, en er þá bæði horft til gistiheimila án starfsleyfa og heimagistingar. Þurfum að geta tekið á mótiErna segir hins vegar erfitt að segja til um hvort útlit sé fyrir offjárfestingu í gistirými í borginni. „Hverju nýju gistirými fylgir náttúrlega heilmikil markaðssetning," segir hún og bendir á að ef laða eigi til landsins stóraukinn fjölda ferðamanna, líkt og spár gera ráð fyrir, verði gisting að vera til staðar. „Þetta er svona spurning um hvað kemur á undan, hænan eða eggið." Spilar þá væntanlega líka inn í þróun framboðs gistirýmis hver verður framgangur efnahagsbata landsins, því með auknum bata gæti dregið úr framboði á „svartri" gistingu. Í gögnum SAF kemur hins vegar fram að umfang gistirýmis án starfsleyfa á höfuðborgarsvæðinu jafnist á við tvö 300 herbergja hótel. „Það er mikilvægt að ljóst sé á hverjum tíma hvert framboð gistirýmis sé en grunur hefur leikið á að mikið sé um gististaði án starfsleyfa," segir í umfjöllun SAF, en ráðist var í samantekt á framboðinu þar sem þær upplýsingar var hvergi að finna hjá opinberum stofnunum. Ástæðan er sögð þríþætt, vegna samkeppnismála, öryggismála og til að tryggja réttar hagtölur.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur