Fulltrúa ríkisins í stjórn Arion skipt út 21. mars 2011 06:00 Laun æðstu stjórnenda Arion banka og Íslandsbanka hafa sætt gagnrýni undanfarið því þau þykja óhófleg.Fréttablaðið/Pjetur Kristján Jóhannsson, fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka, mun víkja úr stjórninni á aðalfundi bankans í vikunni. Stjórn Bankasýslunnar telur rétt að endurnýja ekki umboð Kristjáns vegna ákvörðunar hans um að samþykkja launakjör Höskuldar H. Ólafssonar, bankastjóra Arion banka. Kristján þykir þó ekki hafa brotið gegn eigendastefnu ríkisins. „Mat okkar var, að teknu tilliti til alls, að fulltrúi ríkisins hefði átt að sitja hjá við kosningu um launakjör Höskuldar,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar, og bætir við: „Við erum að fara með hlut í eigu ríkisins og miðað við ástandið í þjóðfélaginu, viðhorf gagnvart fjármálafyrirtækjum og aðgerðir ríkisins til að takmarka hækkanir hærri launa, þá hefði fulltrúi ríkisins átt að sýna aðgæslu í þessu máli.“ Þorsteinn segir Kristján þó ekki hafa brotið gegn eigendastefnu ríkisins og utan þessa máls hafi ríkt sátt um störf Kristjáns. Kristján, sem er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, greiddi atkvæði með launakjörum Höskuldar í stjórn Arion banka en launakjör Höskuldar hafa undanfarið verið gagnrýnd fyrir að vera óhófleg. Til marks um það sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, í kvöldfréttum RÚV á laugardag, að launakjör æðstu stjórnenda bankanna væru kjaftshögg fyrir fólk sem þurft hefði að takast á við atvinnuleysi og launalækkanir á síðustu misserum. Þá lýsti hún yfir vonbrigðum með ákvarðanir stjórnarmanna Bankasýslunnar hjá Arion banka og Íslandsbanka en Kolbrún Jónsdóttir, stjórnarmaður hjá Íslandsbanka, sat hjá við ákvörðun stjórnar um launakjör Birnu Einarsdóttur, bankastjóra. „Ég harma þessa niðurstöðu. Ekki síst þar sem öll samskipti við Bankasýsluna hafa verið fagleg, opin og góð. Formaður bankasýslunnar sagði að ég hefði ekki brotið gegn eigendastefnu ríkisins. Hann gefur þá einkunn,“ segir Kristján Jóhannsson sem stendur við ákvörðun stjórnarinnar um starfskjör Höskuldar, ýtarleg vinna hafi legið að baki þeirri niðurstöðu. Stjórn Bankasýslunnar bauð Kristjáni að segja af sér fyrir helgi en hann varð ekki við þeirri beiðni. Í kjölfarið var honum tilkynnt að umboð hans til stjórnarsetu í Arion banka yrði ekki endurnýjað. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Kristján Jóhannsson, fulltrúi Bankasýslu ríkisins í stjórn Arion banka, mun víkja úr stjórninni á aðalfundi bankans í vikunni. Stjórn Bankasýslunnar telur rétt að endurnýja ekki umboð Kristjáns vegna ákvörðunar hans um að samþykkja launakjör Höskuldar H. Ólafssonar, bankastjóra Arion banka. Kristján þykir þó ekki hafa brotið gegn eigendastefnu ríkisins. „Mat okkar var, að teknu tilliti til alls, að fulltrúi ríkisins hefði átt að sitja hjá við kosningu um launakjör Höskuldar,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar, og bætir við: „Við erum að fara með hlut í eigu ríkisins og miðað við ástandið í þjóðfélaginu, viðhorf gagnvart fjármálafyrirtækjum og aðgerðir ríkisins til að takmarka hækkanir hærri launa, þá hefði fulltrúi ríkisins átt að sýna aðgæslu í þessu máli.“ Þorsteinn segir Kristján þó ekki hafa brotið gegn eigendastefnu ríkisins og utan þessa máls hafi ríkt sátt um störf Kristjáns. Kristján, sem er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, greiddi atkvæði með launakjörum Höskuldar í stjórn Arion banka en launakjör Höskuldar hafa undanfarið verið gagnrýnd fyrir að vera óhófleg. Til marks um það sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, í kvöldfréttum RÚV á laugardag, að launakjör æðstu stjórnenda bankanna væru kjaftshögg fyrir fólk sem þurft hefði að takast á við atvinnuleysi og launalækkanir á síðustu misserum. Þá lýsti hún yfir vonbrigðum með ákvarðanir stjórnarmanna Bankasýslunnar hjá Arion banka og Íslandsbanka en Kolbrún Jónsdóttir, stjórnarmaður hjá Íslandsbanka, sat hjá við ákvörðun stjórnar um launakjör Birnu Einarsdóttur, bankastjóra. „Ég harma þessa niðurstöðu. Ekki síst þar sem öll samskipti við Bankasýsluna hafa verið fagleg, opin og góð. Formaður bankasýslunnar sagði að ég hefði ekki brotið gegn eigendastefnu ríkisins. Hann gefur þá einkunn,“ segir Kristján Jóhannsson sem stendur við ákvörðun stjórnarinnar um starfskjör Höskuldar, ýtarleg vinna hafi legið að baki þeirri niðurstöðu. Stjórn Bankasýslunnar bauð Kristjáni að segja af sér fyrir helgi en hann varð ekki við þeirri beiðni. Í kjölfarið var honum tilkynnt að umboð hans til stjórnarsetu í Arion banka yrði ekki endurnýjað. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira