Eldsneytisverðið gæti skaðað ferðaþjónustu 21. mars 2011 07:00 Erna hauksdóttir Hækkandi verð á eldsneyti veldur ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi miklum áhyggjum þar sem viðbúið er að mjög muni draga úr ferðalögum innanlands í sumar. Samtök ferðaþjónustunnar kalla eftir lækkun eldsneytisskatta. Ef verðið á bensíni í dag er miðað við verð fyrir réttu ári síðan er munurinn um 16 krónur á lítrann. Lítraverð hefur hækkað frá um það bil 212 krónum upp í um 228 krónur í ár. Um miðjan mars í fyrra hafði verð að vísu stigið afar hratt á stuttum tíma og átti eftir að lækka verulega í verðstríði olíufélaganna yfir sumarmánuðina. Þrátt fyrir það sýna tölur Vegagerðarinnar nokkurn samdrátt í umferð um helstu vegi landsins frá 2009 til 2010 fyrra og fyrstu tölur þessa árs gefa til kynna að framhald verði á í ár. „Við höfum mjög miklar áhyggjur af hækkunum eldsneytisverðs," segir Erna Hauksdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í samtali við Fréttablaðið. „Það er bæði vegna flugsins og útgerðar á rútum og öðrum farartækjum, en líka vegna þess hversu dýrt það er fyrir almenning að keyra sína einkabíla. Ef ríkisstjórnin lækkar ekki skatta sína á eldsneyti getur þetta haft mjög slæm áhrif á ferðaþjónustuna út allt land." Þó eldsneytisgjöld miðist við vissa krónutölu af útsöluverði hvers lítra, leggst virðisaukaskattur á alla upphæðina. Skattheimtan eykst því í hlutfalli við hækkandi innkaupaverð olíufélaganna hér á landi. Erna segir hvorki almenning né fyrirtæki þola „þessar gengdarlausu hækkanir" og kallar eftir því að ríkisstjórnin sjái til þess að snúið verði aftur til þeirrar skattaupphæðar sem gert var ráð fyrir í byrjun. Erna játar því að útlit sé fyrir að erlendir ferðamenn fjölmenni hingað til lands í sumar og þeir muni sennilega ekki mikla fyrir sér bensínverð, sem er sambærilegt og í þeirra heimalöndum. „En fyrir Íslendinga er þetta mjög stórt vandamál. Það kostar augljóslega meira að keyra nú í sumar en í fyrrasumar. Þess vegna er svo mikilvægt að draga úr skattheimtu til þess að létta undir með almenningi og atvinnulífinu." Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um viðbrögð við hækkandi eldsneytisverði og er fyrstu tillagna hópsins að vænta þann fyrsta apríl. - þj Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Hækkandi verð á eldsneyti veldur ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi miklum áhyggjum þar sem viðbúið er að mjög muni draga úr ferðalögum innanlands í sumar. Samtök ferðaþjónustunnar kalla eftir lækkun eldsneytisskatta. Ef verðið á bensíni í dag er miðað við verð fyrir réttu ári síðan er munurinn um 16 krónur á lítrann. Lítraverð hefur hækkað frá um það bil 212 krónum upp í um 228 krónur í ár. Um miðjan mars í fyrra hafði verð að vísu stigið afar hratt á stuttum tíma og átti eftir að lækka verulega í verðstríði olíufélaganna yfir sumarmánuðina. Þrátt fyrir það sýna tölur Vegagerðarinnar nokkurn samdrátt í umferð um helstu vegi landsins frá 2009 til 2010 fyrra og fyrstu tölur þessa árs gefa til kynna að framhald verði á í ár. „Við höfum mjög miklar áhyggjur af hækkunum eldsneytisverðs," segir Erna Hauksdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í samtali við Fréttablaðið. „Það er bæði vegna flugsins og útgerðar á rútum og öðrum farartækjum, en líka vegna þess hversu dýrt það er fyrir almenning að keyra sína einkabíla. Ef ríkisstjórnin lækkar ekki skatta sína á eldsneyti getur þetta haft mjög slæm áhrif á ferðaþjónustuna út allt land." Þó eldsneytisgjöld miðist við vissa krónutölu af útsöluverði hvers lítra, leggst virðisaukaskattur á alla upphæðina. Skattheimtan eykst því í hlutfalli við hækkandi innkaupaverð olíufélaganna hér á landi. Erna segir hvorki almenning né fyrirtæki þola „þessar gengdarlausu hækkanir" og kallar eftir því að ríkisstjórnin sjái til þess að snúið verði aftur til þeirrar skattaupphæðar sem gert var ráð fyrir í byrjun. Erna játar því að útlit sé fyrir að erlendir ferðamenn fjölmenni hingað til lands í sumar og þeir muni sennilega ekki mikla fyrir sér bensínverð, sem er sambærilegt og í þeirra heimalöndum. „En fyrir Íslendinga er þetta mjög stórt vandamál. Það kostar augljóslega meira að keyra nú í sumar en í fyrrasumar. Þess vegna er svo mikilvægt að draga úr skattheimtu til þess að létta undir með almenningi og atvinnulífinu." Ríkisstjórnin hefur skipað starfshóp um viðbrögð við hækkandi eldsneytisverði og er fyrstu tillagna hópsins að vænta þann fyrsta apríl. - þj
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira