Viðskipti innlent

Uppgjör ríkissjóðs batnar töluvert milli ára

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir janúar 2011 liggur nú fyrir og er staðan töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 10,9 milljarða kr. en var neikvætt um 15,1 milljarð kr. á sama tímabili 2010.

Tekjur reyndust 896 milljónum kr. lægri en í fyrra á meðan að gjöldin drógust saman um 5,6 milljarða kr. milli ára.

Þetta kemur fram á vefsíðu stjórnarráðsins. Þar segir að þetta sé mun betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlunum þar sem gert var ráð fyrir að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um 16,3 milljarða kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×