Engin rjúpnaveiði næstu helgi Karl Lúðvíksson skrifar 8. nóvember 2011 10:08 Eins og flestir veiðimenn eiga að vita þá er rjúpnaveiði bönnuð næstu helgi samkvæmt úrskurði Umhverfisráðherra en veiðin heldur áfram næstu tvær helgar þar á eftir áður en tímabilinu þetta árið lýkur. Veiðin hefur verið upp og ofan en flestir eru að fá eitthvað. Það er þó mikið talað um að þessa fáu daga sem veiðar eru leyfðar fara margir á sömu staðina og það getur skapað hættuástand. Sem dæmi voru þrír allvanir veiðimenn í Víðidalnum um liðna helgi og á svæðinu var ekki þverfótað fyrir skyttum. Menn gengu hver ofan í annan og veiðin var eftir því lítil. Á Skagaheiðinni var sömuleiðis múgur og margmenni en veiðin hjá flestum mjög léleg. Bestu veiðina hafa menn verið að gera á austurlandi samkvæmt síðustu fregnum og víst er að þegar nær dregur lokum á vertíðinni eru menn tilbúnir til að fara lengra til að ná í jólarjúpurnar ef þeir eru ekki búnir að ná þeim nú þegar. Stangveiði Mest lesið Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Stóri júlístraumurinn skilaði litlu í laxveiðiárnar Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Mikið líf í Varmá Veiði
Eins og flestir veiðimenn eiga að vita þá er rjúpnaveiði bönnuð næstu helgi samkvæmt úrskurði Umhverfisráðherra en veiðin heldur áfram næstu tvær helgar þar á eftir áður en tímabilinu þetta árið lýkur. Veiðin hefur verið upp og ofan en flestir eru að fá eitthvað. Það er þó mikið talað um að þessa fáu daga sem veiðar eru leyfðar fara margir á sömu staðina og það getur skapað hættuástand. Sem dæmi voru þrír allvanir veiðimenn í Víðidalnum um liðna helgi og á svæðinu var ekki þverfótað fyrir skyttum. Menn gengu hver ofan í annan og veiðin var eftir því lítil. Á Skagaheiðinni var sömuleiðis múgur og margmenni en veiðin hjá flestum mjög léleg. Bestu veiðina hafa menn verið að gera á austurlandi samkvæmt síðustu fregnum og víst er að þegar nær dregur lokum á vertíðinni eru menn tilbúnir til að fara lengra til að ná í jólarjúpurnar ef þeir eru ekki búnir að ná þeim nú þegar.
Stangveiði Mest lesið Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Stóri júlístraumurinn skilaði litlu í laxveiðiárnar Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Mikið líf í Varmá Veiði